Samviskan

Hversu mikið samviskubit á ég að hafa yfir því að vera ekki í Styrk núna að sprikla?

Á skalanum 1 – 10?

Nagandi seiðandi bit er um sex… ég nálgast jafnvel sjö…

Er samt nýkomin framúr og hreint ekki hin hressasta. Get þó talið mér trú um að ég hressist við að hreyfa mig – bara ef ég ætti ekki svona erfitt með að anda.

Ég held ég láti ógetið samviskubitanna sem ég get haft yfir öllu því sem ég á eftir ógert, uppeldinu á hundinum, hús, garður, börn, málning, viðgerð á borði, tiltekt.

Ég er næstum með samviskubit yfir öllu því sem viðkemur líf mitt…

Oj sen foj sen

2 athugasemdir á “Samviskan

  1. HæMiðað við ofnæmið ættir þú ekki að vera með neitt samviskubit. Þú verður að ná heilsu áður en að þú ferð að hreyfa þig aftur!!!Hugsaðu vel um þig og láttu þér líða vel.Batakveðjur Sigurlín

    Líkar við

Færðu inn athugasemd