Það er maður að slá garðinn minn

…og ég er hálf feimin. Veit ekki hvort ég á að fara út og faðma hann. Fela mig af skömm yfir hroðalegum garði – já eða bara láta sem ekkert sé? Um þetta get ég væntanlega hugsað alveg þangað til hann er búinn að slá :D. Gott að eiga góða nágranna.

Ég er búin að vera í útilegu síðan á hádegi á fimmtudag. Ég hef aldrei farið í útilegu í eins góðu veðri. – Látlaus blíða – svo tók ég saman í morgun því ég vissi ekki hvort hann væri að fara að rigna eða létta til. Ég er svona tvo tíma að tjalda vagningum og taka hann saman, allt með öllu. Og í morgun brenndi ég 2200 kal við það svona þegar ég geri það ein. Ég fór síðan í sund á Borg í pottana og syndi 600 metrana. Ég hef því brennt 3000 kal í dag í svona sýsli. Fer því ekkert í Styrk Langar hvort sem er bara að hvíla mig þó skyndileg brjáluð blíða hér setji ákveðið strik í reikninginn. Það er 17. stiga hiti úti og allt!

Ekki amalegt.

Færðu inn athugasemd