Það að vera í sumrinu í fimm daga – ja eða svona fjóra rifjar upp fyrir mér hvað ég hreinlega elska sumarið. Ég hef alltaf elskað sumarið, ég hef bara ekki alltaf munað eftir því. En það var bara vegna þess að það er órjúfanlegur hluti af mér og svo sjálfsagður að ég vissi ekki einu sinni af því að ég þyrfti að segja frá því að ég elski það :-).
Á Þingvöllum var sumarið tíminn sem maður var úti allan daginn. Ég man varla eftir rigninardögum, en ég man samt eftir regnfötum.
Á sumrin var ég úti í búi að sýsla með Björk eða ein allan daginn. Endalaust.
Á sumrin sló ég eins og vitlaus manneskja með Flymo sláttuvél. Og garðurinn á Þingvöllum var enginn blettur.
Á sumrin átti ég pening og keypti mér föt, töskur og skó.
Á sumrin fór ég oft í bæinn og þvældist um Reykjavík miðbæ og Laugardalinn.
Á sumrin labbaði ég frá Þingvöllum til tunglsins og aftur til baka.
Á sumrin hjólaði ég.
Á sumrin tók ég á móti gestum.
Á sumrin lá ég í grasinu og fylgdist með skordýrunum.
Á sumrin fór ég á hverjum sunnudegi í kirkju.
Á sumrin fór ég út á bát og réri endalaust. Var fær um að taka hvern meðalkarlmann í nefið í þeim efnum.
Á sumrin átti ég mér allt annað og fjölbreyttara líf en á veturna.
Á sumrin leiddist mér systkini mín. Nema Ási og stundum var Dísa góð líka, og Nína alltaf best. Steini guð í mínum augum.
Á sumrin vann ég á símstöðinni í Valhöll og sundum í þjónustumiðstöðinni.
Fermingarsumarið mitt svaf ég allt í litla fermingatjaldinu mínu því það var ekki pláss í húsinu, næsta sumar svaf ég í hjólhýsinu af sömu ástæðu.
Um sumar fékk ég í fyrsta sinn upplýsingar um það að strákur væri skotinn í mér. Ég áleit hann samstundis snarruglaðan og varaði mig sérstaklega á honum uppfrá því.
Um sumar varð ég fyrst hífuð.
Á sumrin var djammað út í eitt – árum saman.
Á sumrin voru sveitaböll, Finlandia peli með tópas.
Eitt sumarið kynntist ég Palla – einmitt þegar ég hafði ákveðið að láta alla stráka lönd og leið.
Ég sá hann fyrst í Inghól. Ég man enn hvar hann stóð í mannhafinu upp á lofti. Ég sat við borð og hann blasti við mér. Bláeygðari en allt sem bláeygt var, herðabreiðari en Golíat, ljóshærður og útitekinn. Fallegri en allt sem fallegt var. ,,Mikið ótrúlega er þetta sætur maður,“ hugsaði ég. – Ég var enn á þeim aldri sem fannst 22 ára vera maður en ekki stráklingur eins og í dag ;-).
Ég sé hann enn fyrir mér. Hærri, fallegri en allir aðrir í kringum okkur. Ég vissi ekkert hver hann var.
Það var svo í Aratungu tveimur vikum síðar eða svo sem ég rakst á hann um leið og ég mætti á svæðið og kallaði til hans: ,,Halló sæti!“ og hljóp inn á klósettið.
Nokkuð sem Palli gleymir aldrei! Þess vegna segir hann að ég hafi náði í sig en ég segi að hann hafi náð í mig því … Ég mundi nú ekekrt eftir að ég sagði þetta (af ástæðum sem ekki verða nefndar hér) og varð því mjög hissa þegar þessi líka fjallmyndalegi maður frá Inghól fór allt í einu að tala við mig á Sumargleðinni í Aratungu. Juuuu hvað ég varð upp með mér og undrandi. ,,Vá hvað er að gerast , sá sæti frá Inghól er að tala við MIG! Rétt eins og hann þekki mig bara!“ Og þar með varð ekki aftur snúið. Hann sá bara mig og stelpurnar sem reyndu að lokka hann til sín á þessu balli máttu sín lítils. Ég var aðeins seinteknari en ég held við höfum verið ætluð hvort öðru jafn væmið og það nú er. Palli og Inga, Inga og Palli er annað ekki óhugsandi?
Nú höfum við verið lengur saman en án hvors annars. Ég er ekki frá því að við séum betri saman núna en oft áður. Það er ekki slæmt að vera 42 og vel gift. Hreint ekki slæmt.
Sumarið er tíminn sem Palli kom til mín. – Og ég kom til Palla
Sumarið er tíminn
Bubbi og Rúnar Júl
Sumarið er tíminn
þegar hjartað verður grænt
og augu þín verða
himinblá, ójá
Sumarið er tíminn
þegar þjófar fara á stjá
og stela hjörtum
fullum af þrá, ójá
Þér finnst það í góðu lagi
Þér finnst það í góðu lagi
Þér finnst það í góðu lagi
ójá
Sumarið er tíminn
þegar kvenfólk springur út
og þær ilma
af dulúð og sól, ójá
Sumarið er tíminn
þegar mér líður best
með stúlkunni minni
upp á Arnarhól, ójá
Mann langar sko bara í blush, strigaskó, húllahring og túlípana í hárið þegar maður les svona sumarsælu.>>Gott þú nýtur þín – gaman að lesa um ykkur Palla, ég hef aldrei spurt.>>Kveðja Borgnesingurinn
Líkar viðLíkar við
Hvað ert þú að gera á fótum svona seint :-). Já svo ekki sé nú minnst á Blush… Ég á meira að segja Breezer og Blush í kæliskápnum núna. Þessi sex kg sem ég ætla mér að missa (ætlaði að segja Baldur hefur sagt mér að missa en ég er sko að reyna að gera markmiðin hans að mínum 😉 Er víst mun gáfulegra er mér sagt.) í sumar skemma svolítið þessa dísætu sumarstemmningu – sitja og drekka í sólinni á pallinum. Jamm og ég femínístinn féll fyrir manni vegna útlitisins… Skemmdi ekki að hann var svona ljómandi blíður og góður … en það varð ekki fyrr en seinna sem það skipti verulegu máli 😉 híhí nei segi bara svona
Líkar viðLíkar við
Ég var svo lítil þegar afi og amma fluttu að ég man óskaplega lítið eftir Þingvöllum. En við lesturinn hjá þér rifjaðist upp fyrir mér hjólhýsið sem stóð í garðinum og var óskaplega spennandi. >>Fyndið – ég fékk þetta rosalega flashback allt í einu 😀
Líkar viðLíkar við
Svona eru minningarnar. Maður þarf að fá smá hint og þá er eins og þær streymi fram. Ein af annarri og jafnvel með lykt og allt!
Líkar viðLíkar við