Fólk hvað er nú það?

Þetta er fyrsta sumarið í 3 ár (sem sagt fjórða sumarið en er ólíkt) sem ég eyði ekki 2 klst í dag og ómældu magni af peningum í að keyra Aðalstein á Kiðjaberg í vinnu. Ég er bara hálf ringluð og rugluð held ég að ég verði að segja. I’ve got all this time on my hand.

Ekki það – ég veit fullkomlega hvað ég get gert við hann og stundum nýti ég hann meira að segja til þess sem ég tel best hæfa. En of sjaldan samt.

En ég hef komist að því að ég rolast svo mikið ein. Ég fer ein í ræktina, ein í sund, ein út að hjóla, ein að stússast í tölvunni, ein að sópa upp hundahár. Ein að segja Bjarti að þegja.

Það liggur bara við að ég sé einmana…

En mér leiðist svo sem ekki neitt. En ég er ekki í mikilli fólksmergð það verð ég að segja. Svolítil viðbrigði eftir að hafa unnið allan veturinn á vinnustað eins og Sunnulæk. Þar er nú ekki fólksfæðinni fyrir að fara.

Sigh…

Færðu inn athugasemd