Hundahár eru málið og konur líka

Í dag er málið – hundahár! Enn og aftur. Ég er nú ekki mikil hreinlætisdrós – og útskýrir það væntanlega magnið af hundahárunum. Hér má sjá hvernig garðurinn minn leit út eftir eina litla kembingu húsdýrsins elskulega.
Blessað dýrið veit ekkert af þeim hörmungum sem þetta færir móður hans og verður feiminnvið myndavélina. Sængur, teppi, föt, gólf, já maturinn stundum fara ekki varhluta af þessum ósköpum öllum.
En Bjartur er sætur og fallegur þó mér sé ekki sérlega vel við hann akkúrat núna – ekki vegna háranna – heldur ægilegs grimmdarkasts sem hann tók í morgun. Meiri frekjan þessi hundur.

En hann er nú sá fallegasti samt og maður fer langt á því 😉

Ég stefni á sundferð í góða veðrinu og hjólreiðar í kvöld. Yndislegt veður en ég nenni ekki að vera úti í því samt. Er að bjástra við yndislegu tölvuna mína. Jummi jamm.
Til hamingju með daginn konur – eigum við að kíkja eitthvað á þennan launamun ha hu humm?

Færðu inn athugasemd