Jæja gott fólk!
Pæling dagsins er mataræði – ég er heilum 900 gr léttari en ég var á föstudaginn en þá var ég óþarflega þung verð ég að segja. Ég er 600 grömmum léttari en ég var fyrir viku síðan eða svo þannig að þetta er á réttri leið – og ekkert vonandi með það neitt.
Dagurinn í dag hefur verið afbragð. Ég kúrði í mínu bóli og hugsaði oft og mikið um það hvað ég ætti gott en það er mjög mikilvægt að muna eftir því.
Nú svo fékk ég mér TE í morgunmat, speltbrauð og lax, gúrku og 2 glös af hreinum appelsínusafi. Haldið þið að það hafi verið splendid!
Að því loknu strauk ég tölvunni ,,minni“ svolítið en þetta er svo flott tölva að það er rosalegt. Ég verð að vera dugleg að nýta mér það og huga að tölvumálum. Því…
Sko ég hef komið mér í vefumsjón hjá http://www.gogg.is/ og hjá http://www.ljosaborg.is/ – og vitiði – allt svona er töluvert meiri vinna en ég held svo mér á áreiðanlega ekki eftir að leiðast við þessi verkefni. Óttast eiginlega hitt frekar.
Nú svo fór ég í Styrk og brenndi þar 2100 hitaeiningum (samt ekki á hjólinu – hefði átt að gera það :0
:o( en það kemur sem sagt síðar. Fæturnir á mér eru að lagast og nú eru það eiginlega bara hnén og ristin sem eru verulega erfið – þessi fádæma þreyta, verkir alls staðar og stirðleiki er eiginlega bara úr sögunni í bili.
Nú er bara að koma reglu á þetta allt saman – mataræðið – hreyfinguna, helst að koma morgunhjóli inn 3 – 4 daga vikunnar og 2 stórum hjólatúrum upp á 1000 kal helst hvor.
Svo var ég með ipod í dag – og christ gellan! Ég er ofboð.
P.s: Fór í sund í kvöld – á hjóli og hjólaði svolítið um bæinn og brenndi við þetta dútl 1000 kal og hef því tekið út úr þeim bankanum 3200 kal. Góður dagur – alveg þangað til kemur að náttverðinum.