Nú byrjum við

Það er svo gott að eiga góða að. Og sundum finnst mér mesta snilldin að ég skuli vera farin að nýta mér þá. En eftir stendur að það er svo sem bara ég sem þarf að haga mér eins og manneskja sem ætlar að léttast.

NÚLLSTILLA
Mér hefur sem sagt verið bent á það – að núllstilla. Já og hætta að hugsa svona mikið, fara nú bara að gera það sem ég veit. Ég er að hugsa um að gera það bara. Hætta þessu veseni.
Í fyrra gerði ég lista yfir væntingar mínar til sumarsins og þess sem ég ætlaði ekki að láta pirra mig. Þá var hreyfingin í 1 – 10 sæti og allt snérist um að halda áætlun þar. Ég óttast að væntingarnar til þessa sumars verði mun meiri. Ég ætla því að reyna að búa mér til svona lista yfir allt það sem mig langar til að gera og ætla að reyna að gera – hægt og rólega, af fádæma yfirvegun og gleði ;-).
Sumarlistinn 2007
  • Slá garðinn reglulega
  • Hirða beðin í garðinum.
  • Fá mér sumarblóm í potta
  • Mála húsið rautt tralalalala
  • (hér er ég komin með hættulega mikil markmið sem ég óttast að náist ekki. En ég meina þetta er nú ekki svo erfitt!)
  • Fara þrisvar í viku í ræktina
  • Fara þrisvar í viku hið minnsta í sund og mýkja mig upp
  • Versla reglulega inn
  • Elda gáfulegan mat
  • Léttast um 6 kíló (hér fer hver að verða síðastur)
  • Taka til í skúffum í þessu húsi
  • Hugsa um hann Bjart og sjá hvort ég geti hreyft hann svolítið
  • Fara í útilegur svona við og við
  • Fara til Egilsstaða

Eins og sjá má eru þetta nokkuð háleit markmið en þau þurfa nú ekki að gerast á einum degi. Ef eitthvað gott er gert á hverjum degi þá mjakast þetta.

Ef ég ætti að forgangsraða þá væru það matarmálin og hreyfingin(sundmýkelsi líka) sem eru í forgangi.

Það gerist ekkert nema ég taki matarmálin alvarlega í gegn. Ég get það, hef gert það og ætla að gera það núna líka. Það er nóg komið af vitleysu.

Kannski dugar mér að hugsa til þess að hnjáliðirnir eru stífir og kannski farnir að slitna – kannski gæti hræðslan við það að vera veik í hnjám fengið mig til að létta mig hraðar. Ég verð að minnsta kosti að drífa mig í því að létta á liðunum mínum. Ég slít þeim margfalt hraðar en þið hin. Maður flýtur ekki endalaust á því að vera vel af guði gerður og misbjóða svo öllu saman.

Ég á hund sem er heimsins mesta krútt. Hann er svo mikil svefnpurka – enda þarf maður að vera það þegar maður er svona óþægur. En hann fór sem sagt að sofa kl 2 í nótt með húsmóður sinni og jú jú hann var svo sem til í að fara út að pissa í morgun en ekki meira en það. Og nú liggur hann á bakinu með alla skanka úti og steinsefur. Ægilega þreyttur og uppgefinn. Hann verður að fá 10 tímana sína og engar refjar :D. Litla ljósið. Sem ég held að hljóti að verða hárlaus bráðum – eins og hér er af flygsunum. Þarf að kemba hann aftur (ótrúlegt en satt ég er nýbúin að því!)

Færðu inn athugasemd