Markmið dagsins

Er ekki rétt að fara að hugsa um markmið á ný – fyrst ég er orðin núllstillt?

Í dag:

Taka til í stofunni og hundahárahreinsa (búin vúhú)

Þvo og hengja út – þó það rigni smá þá þarf að viðra úr þessu öllu hin endalausu hundahár sem Bjartur sér heimilinu fyrir. (Búin að fara eina ferð út!)

Taka til í miðrýminu… (svoldið mikið eftir þar sigh)
Hreinsa hið sama miðrými af fleiri hundahárum
Viðra sæng, lak og rúmteppi (enn hundahár)

Skúra húsið (búin með stofuna oyeah)

Á morgun ætla ég svo að byrja að líta í skúffur og taka til þar og hugsa um vinnuherbergið…

Já og klára allt sem ég gerði ekki í dag – því alla jafna eru markmiðin mín fullbjartsýnisleg!

Já og svo þarf ég að hugsa um mat – sko ég er búin að fatta að ef maður er lífsstílssucker þá verður maður að hugsa um mat og matreiðslu. Ég er sko að verða svoleiðis kona.

Jamm

Færðu inn athugasemd