Blogger fyndinn

..birtir bara það sem honum sýnist þegar honum sýnist. Voða voða fyndinn finnst honum en ekki mér.

Nú af mér er mjög margt sérkennilegt að frétta. Ég hef nánast sofið í tvo sólarhringa. Ég svaf t.d. til fimm í dag eftir að hafa lagt á mig það ómanneskjulega þrekvirki að elda hádegismat við annan mann ;-). Lagðist af því tilefni kylliflot og svaf til fimm. Það liggur við að mér líði eins og ég sé úthvíld svei mér þá alla mína daga.

Ég hef enn ekki jafnað mig á því að hafa etið ís sem er með 1000 hitaeiningum í! Það er eiginlega ofboðslegt… Rosalegt…. Úff ég svitna við tilhugsunina eina saman.

Nú í dag fékk ég mér 3 sneiðar af súkkulaðiköku með þeytirjóma-ógeði einhverju (áreiðanlega ekkert nema transfat).

Nú þar sem ég velti fyrir mér óhugnaði viljastyrksleysis míns – markmiðum og hvert ég vildi stefna – eða því hvort ég vildi yfirleitt stefna í nokkra sérstaka átt…

Stundum er ég bara ekki viss. það er auðvelt að segja – jú auðvitað vil ég léttast – auðvitað vil ég styrkjast. Já já já ég vil þetta allt. Eða langar mig það bara? Liggur fyrir ákvörðun um að leggja það á sig sem þarf? Stundum er ég ekki viss. Að minnsta kosti er hegðunin ekki alltaf eftir beinu línunni það get ég svarið. Ég er viss um að mig langi til að léttast en vil ég gera það sem þarf? Vil ég leggja á mig Olympíleikaferðina torveldu og torfæru?

Heyrðu ekki í augnablikinu takk. Aðeins seinna. Morgun jafnvel eða hinn…

Þessi hugsun gengur ekki – og því fór ég út að hjóla kl 23 í kvöld og hjólaði af mér 1230 hitaeiningar. Þar með eru farnar 4200 kal þessa vikuna – ekki slæmt miðað við að hafa sofið í tvo daga samfellt!

Fæturnir eru að lagast – ég verð bara að vera dugleg að fara í sund og mýkja mig upp.

Og ég er vissulega komin í frí.

1 athugasemd á “Blogger fyndinn

  1. Hæ dúllan mín.Ég hef ekki kíkt dálítið lengi… en sé að þú ert ekki hætt að hugsa mikið (gæti það verið of mikið stundum?Híhí)Kveðja, Helga Dögg Trédreki

    Líkar við

Færðu inn athugasemd