Annir og volæði

Sko ég ætla bara að ná þessu út úr sýsteminu:

Ég er alltaf svo þreytt, mér er alls staðar illt – eða amk er mér alltaf illt einhvers staðar. Ég sef ótrúlega illa. Ég er full af kvefi eða ofnæmi með óbærilegan höfuðverk. Af þessu leiðir að ég er ótrúlega ódugleg löt og hugmyndasnauð!

Mér er illt í hnjánum, ristinni og maganum. Jamm. Húsið mitt er eins og eftir loftárás þar sem húsgögnum frá Dísu rigndi hér inn í gærkveldi með tilheyrandi hrókeringum og hryllingi. Hundahárin hafa síst yfirgefið samkvæmið. Þá er það að mestu upptalið.

Ég er orðin mjög þreytt á þessu. Nú ætla ég að segja eitthvað jákvætt. Mér veitir satt að segja ekki af því að horfa aðeins á það!

Ég er heldur að lagast í fótunum. Held ég…

Ég fæ nýja tölvu á morgun – tralalalalalala sem ég get gert allt mögulegt við. Ekki með ægilega hamlandi aðgangi. Úff púff.

Ég er að skrifa matardagbók (huhummm ef það getur talist jákvætt).

Ég er komin í sumarfrí!

Og ég held ég fari að setja myndir af skóm aftur á síðuna mína. Ég er farin að sakna þeirra mjöööög mikið.

En nú er ég farin að leggja mig þar sem ég er ótrúlega lasið lítið korn. (ætti að vera í styrk að sprikla en ég er óbærilega mikið of veik til þess!)

Færðu inn athugasemd