Bikar

…samt ekki þessi 🙂
Eitt mesta áfall síðustu viku var að Polli sem hefur verið mikill og góður vinur minn hingað til (Polli er púlsmælirinn minn og æfingafélagi) tók af mér bikarinn sem ég var búin að vinna mér inn í síðustu viku! Viljið þið bara pæla í því.
Eftir að hafa hálf drepið mig á því að ná bikar (eftir heila bikarlausa viku (þar sem ég náði ekki markmiðum mínum)) vegna fótafúa valdi ég óvart vitlausa æfingu – eina langa Styrksferð í stað lítillar æfingar- í smá sundsprikli í síðustu viku, þá tók leiðindaskjóðan af mér bikarinn – sem ég ÁTTI. Ég er mjög fúl út í hann og það var sko eins gott hann gaf mér annan á sunnudaginn. Annars hefði ég orðið mjöööööööög leið!
Umbun er sem sagt mjög mikilvæg – jafnvel þó hún sé mynd af bikar á skjá úrsins míns! Simple minds – simple pleasures!
Í dag fór ég í vinnu, fór í Styrk og brenndi þar 2000 kal, fór svo í sund og teygði mig og beygði í pottunum og sólbaðaðist svolítið. Mjöööööög notalegt.
Mataræðið hefur verið ágætt – borðaði of lítið fyrri partinn og of mikið seinni partinn. Og ekki allt alveg rétt en það sleppur vonandi.
Ég á að vera að gera matardagbók. Kannski geri ég það á eftir – held samt hún eigi að skrifast jafn óðum yfir daginn. ;-).
Ég er komin í frí – júbbití jú og þarf að þrífa hús sem er fullt af hundahárum. Það er svo sem skemmtilegt verkefni.

1 athugasemd á “Bikar

  1. Ótrúlegt hvað maður getur verið háður þessum bikurum – eins og lítið barn sem er verðlaunað með límmiða 😉kk Erla

    Líkar við

Færðu inn athugasemd