Almættið hefur greinilega ætlað mér að hugsa meira um Afríku því í dag sat ég límd yfir heimildarmynd um herforingja Sþ Dallaris, sem má ma sjá í myndinni Hótel Ruanda. Þar var fjallað um þjóðarmorðin og stórveldunum ekki vandaðar kveðjurnar – enda afhverju ætti að gera það. Holy moly þetta er hroðalegt hvernig við forðum okkur. Lítil er friðþægingin en víst styrkjum við eina stúlku í Úganda og erum heimsforeldrar líka. Um leið og illskan býr í okkur og ræður sumum þá er góðmennskan við völd hjá öðrum. Látum hana ráða.
Það er snilldarpistill aftan á fréttablaðinu þann 1. júní um reykingabannið og minnihlutahópinn reykingamenn og áróðurshernað þeirra. Merkilegt að einhver skuli láta sér detta það í hug að svitafýla sé verri en reykingalykt – það kannski þrýstir þá á menn að fara oftar í bað ef við gerum athugasemdir við lyktina. Víst er prumpulykt ekki góð en hún leysist fyrr upp en reykingafnykurinn. Hlýtur samt að hafa aukist eftir danska kúrsæðið ;-). Við leyfum okkur það að gagnrýna bann við notkun þessa eiturlyfs, þessa banvæna viðbjóðs – aumingja veitingamennirnir þeir fara bara á hausinn – enginn mætir á barina því þar má ekki lengur reykja – fólk ætlar að vera heima bara – og reykja þar væntanlega yfir allt sitt fína dót og börn. Ætli margir reyki í bílum í dag? Nei ég á ekki eftir að sakna reykinganna – kannski fer ég að fara á pöbbarölt bara :-).
Ég er sífellt að koma mér á óvart! Þar sem ég velti mér upp úr því að þurfa ekkert að gera – ekki hafa áhyggjur af nokkrum hlut og rótast bara í mínu rusli eða glápa á dvd, vorkenna mér fótafúann- já bara hvað sem er þá skutlaðist ég á lappir og í Styrk og fór á ógeðstækið í 25 mínútur híhí, teygði vel og lengi og brenndi við þetta 1000 kaloríum 😀 hóhíhó. Dj… sem ég var stolt af mér – nýja ógeðstækið er svo skemmtilegt – eða amk betra en hið gamla. Ég finn ekki svo mjög fyrir vöðvunum þarna til hliðar í hnjánum á því – get svoldið stýrt því líka í átakinu. Hreint afbragð. Þá er ekkert eftir nema að hjóla og brenna 500 kal þá hef ég náð markmiðum Polla þessa vikuna 100% – ótækt að fá ekki bikar aðra vikuna í röð – fuss og svei.
Aðalatriðið í mataræðinu er þetta:
Ekki nammi
Borða 3-600 gr af grænmeti á dag.
Trappa mig niður á sem gáfulegastan hátt.
Þetta hefur gengið vel um helgina – fékk mér samt óþarflega mörg kex hjá Björk og Grími áðan… En that’s life. Ég er bara sátt við helgina.
Næsta skref væru að borða ekki eftir 20 nema þá grænmeti og kann 1 ávöxt kannski.
Hreyfingin í sumar væri þessi:
Mánudagur – miðvikudagur og föstudagur Styrkur
Hjóla sem oftast í um 20 mín á morgnana – 4-5 sinnum í viku.
Fara í sund 2 sinnum í viku til að synda eða hlaupa -allt eftir ástandi fótanna.
Koma goflinu inn.
Fara í létta göngu í útilegum ef ekki finnst sundlaug eða líkamsræktarsalur.
ps. Annars myndi ég alls ekki vilja vera Daninn sem hljóp inn á völlinn í gær…
Segist vera lélegur tapari… jamm best að gulltryggja það þá
Man annars ekkert eftir þessu -var búinn að drekka 20 öl – svo heppilega vill til að hann vinnur í Gautaborg – verður honum líklega til lífs..
Talandi um slæma timburmenn…
hér eru myndir af þessu atviki
Og ég sagði ykkur það – ég bara á ekki að fylgjast með fótbolta – verð alveg vitlaus…