Síðasti nemendadagurinn

…í Sunnulæk (í bili amk) var í dag. Þar komu þau eitt af öðru til mín í síðasta foreldraviðtalið og hvílíkur dýrðardagur. Það var svo dásamlegt að vera með þeim – þetta eru náttúrulega dásamleg börn. Skil ekki alveg afhverju ég er að hætta – í augnablikinu. Rifja þá upp einn fimmtudaginn sem var ekki sem bestur og andlegt ástand mitt í vetur. Það var ekki alltaf upp á marga fiska. Sjáum til hvort það verði betra næsta vetur. Við verðum að vona það.

Ég fékk svo dásamleg kort frá krökkunum – nokkur frá stelpunum – þær eiga auðveldara með að skrifa að maður sé frábær en ég fékk líka frá strákum sem kalla nú ekki allt ömmu sína og þau bræddu í mér hjartað. Í huga mér eru þau svo mikið einkamál að ég set þau ekki á netið í kvöld – kannski seinna.

En stærstu sigur minn þessa vikuna og jafnvel á því ári sem ég hef stundað ræktina er að ég fór í Styrk í dag. Eftir að vera í foreldraviðtölum frá 8 – 15 stanslaust – 10 mín matarhlé var allt og sumt af hvíld. Ég vann fram eftir í gær og mætti snemma í morgun. Þessar síðustu tvær vikur hafa verið drjúgar vinnulega séð. Dj ofboðslega er ég búin að vinna.

Ég hætti að taka gigtarlyfin – bólgueyðandi lyfin í gær, þar sem maginn á mér var bara ekki að meika lífið og tilveruna. Ég hef verið ágæt í dag – ég borða bara panodil frekar held ég þe ef sú er raunin að þau fari svona í magann á mér. Ég á eftir 2300 kal til að ná markmiðinu hans Polla svo ég verð að finna mér eitthvað til að gera á morgun og eða sunnudag. Hjólið kemur heitast út þar sem fæturnir á mér eru ekki í sérlega góðu standi eftir viðureignina. Ég hef ekki farið í rúma viku í fullan tíma í styrk – en í dag gerði ég það! Og ég er svo stolt af mér – ég var að vísu ekki tilþrifamikil en ég fór – fór svo og verslaði mér í matinn og föstudagsnammi. Og ég keypti ekkert nammi ;-). Bara ber og 1 ost – og þó hann sé slæmur þá er hann ekki sætindi og ég bara verð að láta þau vera næstu dægrin.

Við Ragnheiður erum í frönsku kartöflu bindindi – hún þarf að taka til í geymslunni ef hún borðar franskar og ég þarf að taka til í herberginu hennar ef ég svindla. Báðar höfum við staðið við heiti ;-).

Á morgun ætla ég að taka til í húsinu ef fæturnir á mér leyfa – sem þeir gera – ég er alveg búin að fá nóg af þessum eymslun í fótum. Hef aldrei á ævinni verið eins léleg í þeim held ég bara svei mér þá. Og þá er bara að hvíla sig vel og labba ekki – ég ræð ekki við það um sinn. Fæ verki í mjaðmir, í kringum hnén, kálfana og nefndu það bara. Þetta gengur yfir og mikið hlakka ég til þegar sundlaugin opnar maður minn. Þetta verða erfiðistu 10 dagar EVER.

Nú eru bara fjórir dagar eftir af skólanum – og ég sé fram á að geta lokið því sem ég þarf að ljúka. Og ég held meira að segja að Palli komi heim um næstu helgi…

Á morgun eftir tiltekt ætla ég að athuga með að fara eitthvert og tjalda vagninum. Kannski bara í Þrastarskóg og láta hann standa fram að næstu helgi. Við sjáum til. Best að fara sér að engu óðslega.

Og ég trúi því ekki að ég sé að hætta í Sunnulæk – allt fólkið sem maður vinnur með, oh my god og blessuð börnin. Litlu óþægðarpésarnir ;-). Jamm

Færðu inn athugasemd