Fór svo í sund í morgun og ætlaði a að verða brún b að fara nokkrar ferðir á hlaupum í lauginni. Gerði eiginlega hvorugt. Ekki mér að kenna, ég var í andnauð allan tímann og sólin sinnti bara ekki sínu einhvern veginn. En voða notalegt.
Svo fór ég með Ragnheiði að kaupa kjól á hana, keypti ís handa öllum starfandi í Styrk – vorkenndi þeim þessi býsn að vera þar inni í 20 stiga hita. Hreyfði mig ekki neitt – enda ófær um það.
Fannst svo alveg ótrúlega sniðugt að kaupa blóm á pallinn – alveg þangað til ég stóð í Blómavali innan um blóm og runna – fékk mjög að finna fyrir því að ég væri í raun og veru með ofnæmi en ekki ímyndunarveik ;-).
Lagði svo garðborðið mitt sem var brotið, raðaði upp á pallinn, gróðursetti blómin og braut saman þvott og þvoði svolítið líka af slíkum varningi. Og ég er svo þreytt að þó það ætti að hengja mig til þerris hefði ég ekki þrek til að hanga þar!
Og þar sem ég var að setja upp gardínur í herberginu mínu – þá kom vilborg og víhí við drukkum eina litla ogguponsu blush og það var svo notalegt. Þó mér hefði nú fundist svolítið leiðinlegt hvað var mikið drasl. Skil ekki þetta drasl í kringum mig – en ég er að vinna í þvi. Ég hlýt amk að verða búin að þvo allan þvott hér í þessu húsi – sængur og kodda! Guðs blessun þessi þurrkur.
Í dag fékk ég megrunarpillur eingar ægilega. Þær eru svo eitraðar að ég má búast við ægilegum aukaverkunum. En þær eiga að hjálpa mér að léttast og vonandi gera þær það – ég vil ólm létta á liðunum mínum. Það er aðeins of mikið sem hvílir á þeim.
Ég er samt ekki alveg sátt við þessa ákvörðun mína – það er í raun ekkert að því hvernig mér hefur gengið þó það sé stopp búið að vera núna. Á meðan allt er á réttri leið. En við skulum sjá hvort þetta geti ekki hleypt í mig keppnisskapinu. Þetta á að virka með lífsstílsbreytingu. Og ég hef margt lært í þeim efnum á einu ári.
Ekkert heyrt í Palla mínum í kvöld – ég sakna hans svo mikið að ég er alveg hreint að deyja. Kannski fer ég að fara til Færeyja á ný. Það væri nú nógu gaman – en ætli það fari ekki að koma svefntími á litlu pilluætuna hana Ingveldi.
Já sem vel að merkja var með blóðþrýsting 70 – 123 á miðvikudaginn. Ekki slæmt.
Sumarkveðja
