Halló þið þarna fellow þverhausar 😉
Skólaferðalega í dag með litlu grjónin 60 – gekk frábærlega og þó það hafi verið hvimleitt og svolítið sorglegt þá blandaðist hasaspennandi leynilögguaðgerð inn í ferðina þar sem fyrirsögnin kom við sögu ;-). Úff púff.
Þórur í Skógum heillaði unga sem aldna og við skemmtum okkur dásamlega í mikilli blíðu og innan um gamla muni. Vonandi fara krakkarnir aftur að safninu og fá lengri tíma til að skoða. það var síðan gengið upp með Skógarfossi (þori það náttúrulega ekki en hefði líklega komist það ef ekki hefði verið fyrir lofthræðsluna.)
Nú svo var líka farið að Seljalandsfossi og farið þar á bakvið en ég þorði því ekki heldur – meiri álfurinn. Sagðist ekki geta það en krakkarnir reyndu að hvetja mig og fá mig með sér. Þá rifjaðist upp fyrir mér hve oft ég hef sagt síðasta árið að ég geti ekki eitthvað. Og þá hefur Baldur staðið við öxlina á mér og sagt – víst getur þú þetta og gerðu það. Og oftast eða alltaf jafnvel hef ég getað – en í dag dugði þó ekki sú hvatning hans mér og ég þorði ekki 😉
Ég er með svolitla kvefdrullu – eins og ég losni ekki almennilega við hana. Fór EKKI hjólandi í skólann í morgun – ætlaði að spara á mér fæturna en þeir hafa verið arfalélegir eins og kunnugir vita. Er á einhverjum gigtar og bólgulyfjum sem hafa hjálpað heilmikið og í fyrsta skiptið í nótt meiddi sængin mig ekki – svo aum hef ég verið í blessuðum fótarbólgunum mínum.
Verst að sundlaugin er lokuð – hefði mjög vel getað sett einn góðan sprett inn með hana – og hún opnar ekki fyrr en eftir 10 daga eða hvur má vita hvað.
Dagurinn í gær gekk vel í mataræðinu – nema hvað ég fékk mér kornflegs með sykri í gærkveldi klukkan 22! En jamm – hummm
Í dag var það síðan kex í nestinu í ferðinni – sigh. En hvað um það.
Stefni á að klára til hálfs þessi 60 enskupróf sem ég á eftir að fara yfir og hjóla í kvöld. Það er svo yndislegt veður og þó ég fari ekki nema í 20 mín þá er það betra en ekki neitt. Svo fer ég hjólandi í skólann á morgun. Held mig við hjólið og fer svo í Styrk á föstudag og sunnudag. Það er þá hægt að taka léttar á því en reyna að hafa brennsluna í toppi.
Ég er hvort sem er hálf aum í öxlunum er ekki viss um að ég nái að lyfta svo miklu.
Ferðasagan frá færeyjum verður að bíða enn um sinn – finn hvergi nokkurs staðar myndavélina!