Ég vaknaði algjörlega sannfærð um að ég væri mjög lasin. Þrefaði við sjálfa mig í allnokkurn tíma, fór svo á fætur upp á hjólið og hjólaði í 20 mínútur tæplega og er svo sest hér við að fara yfir síðustu prófin og slá inn.
550 hitaeiningar fuku og vonandi verður brennslan hröð og góð í dag. Ég nefnilega finn mikinn mun á mér eftir að ég fór á nýju lyfin hve morgunbrennslan skilar mér meiri púls allan daginn.
Jamm þetta var sem sagt bara þessi skýrslan ;-). Er nefnilega í svona Inguþverhaussátaki.