Heyrðu mig nú þarna þverhaus!

…held ég að sé ávarp sem gæti hentað ágætleg á mig.

Híhí – komin frá Færeyjum úr frábærri ferð. Segi ykkur meira frá henni á morgun eða hinn – og læt meira að segja nokkrar myndir fylgja með. Nú er ég nefnilega að hugsa um þetta ástand á mér sem ég er um það bil að verða búin að fá nóg af.

Ég held það megi nú bara alveg segjast að það sé allt í lagi að taka smá dýfu, gera vitleysur og reyna og reyna og reyna að gera rétt í ákveðinn tíma – og mistakast það líka 😉 En af öllu er nú hægt að gera of mikið af.

Þar sem ég át tvo Dumle poka um helgina og fékk EKKI bikar frá Polla (sem skrifast nú á reikning algjörlega ónýtra fóta) í síðustu viku – og að ég ætlaði að hætta að borða nammi á miðvikudag nema bara svona á hátíðisdögum – þá verður nú snúið vörn í sókn.

Í þessari sókn sem nú er nýhafin og gæti mögulega staðið í 3 mánuði en þá lýist víst sóknarmaðurinn eftir því sem Baldur segir og við tekur vörn og 14-2 ósigrar í nokkurn tíma áður en næsta sókn hefst- en sem sagt í þessari sókn var farið út að hjóla í kvöld eftir að ég kom heim.

Fór Laugardælahringinn og hjólaði í 42 mín og brenndi 1114 kaloríum. Og ég ætla að hjóla aftur á morgun – early.

Cross your fingers – ég þarf á fjarstuðningi að halda – já og þær líka 🙂

Færðu inn athugasemd