Fer þetta nú ekki að verða ágætt

Ég hef verið í afskaplega sérkennilegu gír síðan í apríl – það verður nú bara að viðurkennast. Ég held ég hafi verið á sjálfsaðdáunarflippi með kærileysislegu ívafi – það hefur ekki skilað sérstökum árangri nema hvað ég verið bara þokkalega geðgóð ;-).

En ég held ég verði að fara að taka á þessu eitthvað. Ég þarf að setja mér eitthvað það markmið að t.d. sækjast eftir þeim markmiðum sem ég hef sett mér ;-). Það væri nú svei mér gáfulegt. Ég þarf líka að forðast svona stórslys eins og ég hef lent í með fæturnar á mér síðustu dagana. Ég er heldur skárri í dag en í gær og miklu betri í gær en í fyrradag þannig að þetta er allt að koma. En ég hef líka ekki verið í neinni hreyfingu síðan á föstudag og þar áður hafði ég ekkert gert síðan á mánudag.

Færðu inn athugasemd