Stefnulaus

… ég ráfa um ranghala matarkistur veraldarinnar. Mig langar að borða allt það ,,góða“ í heiminum sem er allra verst fyrir mig.

…nenni ekki að elda

…nenni ekki að versla

…nenni ekki að hugsa um grænmetisskammtinn

…nenni ekki að borða EKKI eftir kl 20

…nenni ekki að vera alltaf að reyna að hafa hlutina eins og þeir ættu að vera.

Er þar að auki komin með bullandi hálsbólgu og eitlabólgu, jafnvægisleysi og svima.

Fuss og svei

Hvenær ætli ég verði einbeitt á ný?

Og hvað ætla ég að gera í því þegar ég hef ekkert lést á föstudaginn í heilan mánuð?

Breyta einhverju?

Ekkert annað í boði.

En nenni ég því?

Mig vantar að láta setja mig á beinu brautina á ný. Baldur getur þú það ekki einu sinni enn? Já eða bara hver sem er? Er ekki einhver fjarstýring þarna úti sem gæti virkað á mig – einhver sem þið eruð kannski hætt að nota? Kannski er hún þarna í neðstu skúffunni til hægri heima hjá þér? Góða ýttu eða góði ýttu – best bara bæði, á rauða stóra takkann – helst nokkrum sinnum.

Já og hvernig er það – teljið þið enga ástæðu til þess að commenta hér ever again?


Gerið þið ykkur grein fyrir hve mikils virði það er…

Sigh

5 athugasemdir á “Stefnulaus

  1. HÆ hæ dúlla.Ég les bloggið þitt á hverjum degi. það gefur mér rosa púst að gera eitthvað í mínum málum.Tékkaðu á gsa.is það hefur hjálpað mér rosalega mikið fer á fund 1 sinni í viku með fólki sem skilur mig!! er í sama pakka og ég. verð að vinna í hausnum á mér lika, get þetta ekki öðruvísi.ég hef trú á þér. þú ert æðisleg manneskja og hefur svo margt að gefa… YOU CAN DO IT!!Kveðja Marý Linda.

    Líkar við

  2. Nei Sædís þú átt einmitt ekki að fyllast vanmætti – fyrst hún getur þetta þá get ég það. Maður þarf bara að finna sína leið – og stundum er skyggnið ekki sem best – en leiðin er þarna. Þín leið er líka þarna – breið en hlykkjótt svoldið. Ekki fyllast vanmætti…

    Líkar við

  3. hæ hæ.Já nákvæmlega. Þetta er persónubundið hvað hentar okkur. Leitið og þér munuð finna segir einhverstaðar á góðum stað 🙂 Þannig er það með okkur, við leitum og svo finnum við það sem hentar okkur! Við eigum líka að læra að elska okkur eins og við erum. 🙂 Kveðja Marý..

    Líkar við

Færðu inn athugasemd