Leirbakstrar

Nú er að verða að kvöldi kominn svimadagurinn mikli :-). Ég hef verið með eyrnaverk og svima í allan dag – byrjaði í morgun og ég fór því ekki í gönguna né hjólaði ég í vinnuna. Hef svo bara verið að gaufast þetta í vinnunni eins og hægt er með öll þessi börn og viðfangsefni.

Ég fann í gær að ég var að stífna svolítið upp í öxlunum enda setið nokkuð við að vinna vegna námsmats og skólaloka almennt. Hafði því vit á að biðja um nuddtíma sem ég fór í nú áðan. Á álagstímum þá sest alltaf svolítil spenna í axlirnar. Kannski hef ég burði einhvern daginn að biðja um kálfanudd. Ég er með þennan fjandans pirring alltaf í fótunum en finnst svo einhvern veginn óþægilegt – á feimnislegan hátt að láta nudda kálfana. Sem er svolítið merkilegt. Eina ástæðan segm ég finn er að mér finnist lappirnar á mér svo ótrúlega ljótir og viðbjóðslegir. Sem mér finnst en er ekki sanngjarnt því blessaðir fæturnir mínir standa sig nú bara vel í að halda mér uppi.

Fékk leirbakstra – holy moly – þvílík sæla. Besta besta besta ever sem ég hef komist í. Vonandi fæ ég svoleiðis aftur!

Nammi namm…

Sjúkraþjálfun með nuddívafi er góð

Færðu inn athugasemd