Vor í huga og vor í hjarta – eigum við ekki bara að segja það.
Er komin heim og Ragnheiður tók til – víhó – æðislegt að koma heim í hreint og fínt hús.
Er alveg að verða búin að púsla síðustu dögum skólaársins saman í huga mér.
Ég ætla að láta mér líða sem best með börnunum og með því að reyna hvað ég get til að þeim líði vel. Ég á eftir að sakna þeirra óumræðilega.
Það eru 5 venjulegir skóladagar eftir – ja eða kannski sex. Útivistardagur á föstudaginn, frí á fimmtudag og svo bara næsta vika. Hugsið ykkur bara að þessi erfiði vetur er að verða búinn.
Ég held ég gæti alveg hugsað mér að hjóla og hjóla og hjóla – kannski ekki alltaf saman daginn en svona allt að því ;-). Mér líður ótrúlega vel á eftir – reyndar eins og eftir alla hreyfingu. Nú er það farið að skila sér – á þrettánda mánuði.
Ég er bara sæl með mitt þrátt fyrir allt eða kannski vegna alls. Hver nennir að pirra sig á kosningum og Eurovision endalaust?
Gerum bara gott úr þessu. Borðum hæfilega, hreyfum okkur þó það sé stundum vont og lítt innan okkar langana marka – elskum hvert annað og sofum svo vel.
Er svo ekki rétt að fá sér svolitla pizzu og aðra óhollustu?
Sigh
