Ég er alltaf svöng – þetta er bara ekki normal! Getur þetta verið útaf því að ég er með hærri púls og þá brenni ég meira en áður – eða brenndi ég alveg því sama þó hjartanum væri haldið niðri? Svarið er að líklega hef ég brennt alveg því sama þó ég væri á betablokkaranum – þó að í Opruh hafi einn læknir sagt að þau séu fitandi og hægi á brennslunni.
Þetta er kannski bara eitthvað sem fólk er almennt ekkert að pæla í – en amk er ég búin að vera síðustu vikuna er ég búin að vera svo svöng og matgráðug að ég hef aldrei vitað annað eins. Og veit ég þó eitt og annað um matgræðgi ;-).
En nú ætla ég bara að fylgjast vel með vigtinni og skrá hjá mér brennsluna – hætta þessu röfli og sjá bara hvernig þetta þróast.
Fór með krakkana hálfan Votmúlahringinn – 40 mín túr svona rúmlega.