Til hamingju með 1. maí Páll og fleiri

Palli verkamaðurinn minn er nú að vinna í dag í Færeyjum blessaður karlinn. Ekki fríinu fyrir að fara hjá honum. Ég hlakka mjög til að fá hann heim á föstudaginn. Vonandi snjóar ekki mikið þegar ég næ í hann ;-).

Við Bjartur vöknuðum eldsnemma – meira hann en ég samt. Hann langar svolítið út að labba en ég er svo steikt í fótunum að ég held ég komist ekki. Það voru nefnilega 2400 hitaeiningar sem fuku í gær í: Morgungöngu, morgunhjólreiðum, hjólatúr með krökkunum hálfan Votmúlahringinn, smá meira hjólaríi og einni Styrkferð. Ágætis afrek fyrir einn dag en ég er líka þreytt í morgunsárið. Ristabeinin eru að hrekkja mig eitthvað en það jafnar sig nú.

Ég þarf að taka til í dag smávegis. Langar svolítið að þrífa gólfin. Svo þarf ég að athuga hvort sá einstaki maður sé að vinna á N1 sem gat skipt um perur í bílnum mínum hér um árið. Það virðist hafa verið algjör snillingur því aðrir menn klóra sér bara í hausnum og segja mér að fara með bílinn á verkstæði. Það er svolítið hvimleitt að perurnar fara með nokkurra daga millibili og hviss búmm þá er bíllinn bara ljóslaus á dagljósum. Kannski er eitthvað bilað þó mér finnist eðlilegra að líftími pera sé bara nákvæmlega jafn langur. Mér finnst samt skrítið að þurfa að skipta þetta oft um perur, held á tæplega árs fresti… En það er kannski bara líka eðlilegt.

En hvað um það – ætli það séu einhverjar búiðir opnar í dag? Það er allt hálf matarlaust og ef ég man rétt þá ætlaði ég að vera svo dugleg í mataræðinu þessa vikuna. Það er varla að það hafi farið grænmeti inn fyrir mínar varir síðan á … já síðan einhvern tímann!

Vigtun á föstudaginn. Ég hef ekkert svindlað og farið á vigtina – á ekki von á góðri tölu. Ég hef verið mjög dugleg í hreyfingunni en hálf einbeitingarlaus í mataræðinu þó slysin hafi kannski ekki verið stórkostlega að stærð þá eru þau bún að vera nokkuð reglubundin.

En það er alltaf hægt að bæta sig. Ég hef enn töluvert svigrúm í því hvað mataræðið varðar :-).

p.s. Fann flottar myndir hér – gamlar og fallegar.

Færðu inn athugasemd