Month: apríl 2007
Sögulegu hámarki hefur verið náð í þyngdaraukningu en það var svo sem við því að búast eftir páskana – það er nú meiri hátíðin og fermingaveislurnar voru síst til þess að bæta úr. Páskaeggið ekki heldur…. og allt sem því fylgdi. Og því ætlaði ég að spýta í lófana þessa viku en það hefur nú ekki tekist:
Mánudagur: Engin hreyfing
Þriðjudagur: Engin hreyfing
Miðvikudagur: Brennsla í 45 mín – hey og ég var í 25 mín samfleytt á stigvélinni – oh yeah
Fimmtudagur: Ekkert
Föstudagur: Ja það er sko eins gott – það er þó ekki sundleikfimi því í hana fór ég sko bara ekki neitt.
Mataræði: Gott en með alvarlegum misbrestum þó! Einbeitingin ekki í lagi.
Afraksturinn bullandi hálsverkir – sem líklega komu á undan hreyfingaleysinu og ég virðist ætla að láta þá stoppa mig að þessu sinni. Svefnleysi hefur verið viðvarandi þessa viku og alls konar böggl á næturnar enda þarf ég að setjast upp í hvert skipti sem ég sný mér þar sem ég get ekki snúið herðum og hálsi.
Ég man núna hvað var leiðinlegt að finna til í hálsinum!
Og nú þarf að spýta í lófana. Ég þarf helst að léttast um 2 kg þessa vikuna…
…og er ekki viss um hvort ég sé vinnufær – er nú samt komin hingað í skólann. Sé ekki nema hæfilega vel, töluverður höfuðverkur og hálsinn stífur sem fjöður.
Kunnugleg einkenni verð ég að segja. Það er samt ekki hægt að segja að ég hafi ekki verið að mýkja mig upp í gær – held ég hafi verið 2 tíma í heitu pottunum! Ásamt 800 Frökkum eða gvöð má vita hvað!
Holy crap sagði einhver – einhvern tímann. Ég geri þau orð að mínum. Sofnaði klukkan rúmlega tvö í nótt en það var ótrúlega mikið að gera hjá syni mínum í símanum fram eftir nóttu. Ásta Björk sagði mér einu sinni að aðferðin sú að vekja fólk með stuttu millibili rétt þegar það væri að festa svefninn væri pyntingaraðferð. Ég var algjörlega sammála því þarna um tvö leytið og langaði mest að vola bara svolítið.
En í skólann er ég komin – kennsla til þrjú í dag og Reykjavíkurferð seinni partinn. Þyrfti eiginlega að fara í Styrk og brenna svolítið. En ég er nú ekki viss um að ég nenni því…
Ykkar Inga ofurþreytta
Það er nú svei mér skemmtilegt – hef ekki haft neina afmælistilburði uppi í dag – mundi ekki eftir því að ég ætti afmæli í morgun. Ég er bara mjög fegin að ég er ekki 40 ára lengur það var mjög leiðinlegt ár – úff púff.
Ég er búin að fara í þrjár yndislegar fermingaveislur í páskafríinu. Glæsileg börn og ljúfar veitingar. Borðaði minnst 300 gr af grænmeti í tveimur þeirra en einnig nokkra konfektmola og kökur.
Ég hef farið tvo 40 mín hjólatúra og einn 60 mín langan auk nokkurra 20 mínútna.
Ég hef farið tvisvar sinnum í sund til að synda – miklu oftar í pottana :-).
Ég hef farið tvisvar sinnum í Styrk – frekar en þrisvar sinnum…
Þetta voru alls 6:30 klst. og 6970 þús hitaeiningar.
Ég ætla bara að vera ánægð með þennan hluta. Ef ég hef bætt á mig tveimur kílóum um páskana þá ætla ég – og hvort heldur sem er að taka verulega á í næstu viku og brenna 600 hitaeiningum dag hvern hið minnsta fram á sunnudag. Það þýðir að það verður ekki pása á morgun né fimmtudag. Ég verð líka að vera dugleg því ég hef ekkert gert í dag. Vera svo að daðra við danska þess á milli.
Palli er farinn til Færeyja blessuð litla lúsin mín. Aðalsteinn skoðar möguleika á Eyjum um verslunarmannahelgina – hugsar svolítið mikið í djammi drengurinn sá!
Ég hugsa um að mála húsið mitt í sumar og um mynstursteypu. Kannski verð ég einhvern tímann rík eða séð í fjármálum – þá get ég allt mögulegt.
Afmælisbarnið kveður
Jæja – sá að mig langaði svo rosalega mikið í bikar frá Polla að ég ákvað að drífa mig í sund. Þar eyddi ég 1000 kaloríum – ég synti eins og brjálæðingur, gerði armlyftur á stökkpallinum alveg áreiðanlega 100 50 m skrið og svo 20 lyftur nokkrum sinnum. Svaka púls sem fékkst út úr því – næstum eins og á pöllunum, svo hljóp ég eins og fjandinn væri og tjú tjú 1000 kallar fuku – og ég er ekki nærri eins viss um að ég sé letihaugur eins og ég var fyrir stundu! Tjú tjú trallala.
Það gengur náttúrulega ekki að liggja bara og vera latur – eins og hún lata Stína á lækjarbakka!
Það var samt leiðinleg margt fólk í sundi. En maður lætur sig hafa það. Nú ætla ég að hugsa um hvort ég ætti að fá mér svolítinn vodka, vínber og ost eða bara vín – bara vínber eða eitthvað.
Ég gæti líka tekið til í geymslunni… Úff púff – er ekki viss um að Palli nenni því samt…
Sigh
En lífið er samt býsna gott. Oh yeah
Það gengur ekkert hjá mér með neitt. Skrifstofuaðstaðan er alveg jafn glötuð og hún var fyrir 4 dögum. Draslið hér í kringum mig eykst heldur en hitt. Ég hef hvorki hjólað, synt, gengið eða farið í Styrk og hef ekki nein áform uppi um það! Gæti ákveðið að njóta lífsins og verið nett sama um allt það sem ég ætti að vera að gera – og er að hugsa um að gera það. Er of tímafrekt að gera eitthvað af því sem ég ætti að gera ;-).
Iss piss – ég er áreiðanlega bara svo þreytt að mér veitir ekkert af að hvíla mig og maður þarf ekkert alltaf að vera að hreyfa sig! Geri það bara í næstu viku og vikunni þar á eftir – já alveg fram að næstu páskum bara.
Ferrari sprækir í Malasíu og McLaren ótrúlega flottir. Ætla að ákveða með hverjum ég held eftir keppnina – híhí.
Vigtaði mig fyrir páskana – er hrædd um að gleðileg tala þá verði eitthvað svartari eftir helgina. Sigh en svona er lífið – og maður verður bara að takast á við verkefnin og þroska með sér skynsemi og sjálfsaga um leið. Ja það væri það!
Ég held að Polli gefi mér ekki bikar þessa viku nema ég taki mig á. Hve mikið langar mig í bikar?
Það er nú svei mér margt sem þarf að gera í páskafríi. Í dag er samt fyrsti dagurinn sem ég er í fríi – það hefur verið svo mikið að gera í því að baka 6 hæða fermingatertu og skreyta hana- fara í fermingaveislu og stússast þar svolítið, taka til í geymslunni og undirbúa 20. apríl og ég veit ekki hvað og hvað. Skil ekki að ég megi vera að því að vinna svei mér þá. En í dag ætla ég ekki að gera neitt nema hugsa svolítið um frelsara vorn og þjáningu hans og frelsun okkar hinna.
Svo er ég að reyna að koma vitinu fyrir tölvur heimilisins sem er ætíð tímafrekt starf.
Svo er ég að hugsa um hvort ég ætti ekki að borða páskaeggið mitt í dag frekar en á sunnudaginn – finnst eitthvað svo geggjað að gera það þá og ná ekki að brenna því af mér fyrr en einhvern tímann þegar langt er liðið á næstu viku því það er svo önnur veisla á mánudaginn og þá fer Páll líka aftur til heimilis færeyska folans! Annars finnst Palli Jogvan vera alltof mikill trítill til að geta kallast foli og álitur sig vera miklu meiri fola en hann og hefur því ákveðið að kalla sig héreftir færeyska folann! Ég uni honum þess alveg.
Þetta með páskaeggið lítur þó ekki vel út – ef ég opna það núna er ég að eta það alla helgina í staðinn fyrir að líklega hef ég nú ekki samvisku til að borða það allt á virkum dögum – kannski hef ég þrek til að frysta það og borða það svo á föstudaginn kemur ;-).
Geðveikt góður dagur í Styrk á miðvikudaginn + mikið stapp í bakstri og ferð í Borgarfjörðinn. Ekkert gert í gær nema skreytt þessi kaka sem var í rauninni eins og að skreyta 5 kökur minnst. Komum svo heim í nótt og ég byrjaði fríið í dag :-). Mjög gott en búin að borða óþarflega marga kanelsnúða finnst mér – og ekki nenni ég fyrir mitt litla líf út að hreyfa mig en kannski fer ég í hjólatúr í kvöld – huhummm…. not….
En hva það kemur alltaf dagur eftir þennan dag – kíló eftir þetta kíló – í hvora áttina sem er.

