Það er einhver ruslafýla í húsinu mínu. Og ég bara losna ekki við hana. Ég er búin að þrífa ruslaskápinn, ruslafötuna, vaskinn, ískápinn, tuskur, og ég veit ekki hvað og hvað en ennþá er ruslalyktin í húsinu mínu….
Skil ekkert í þessu. Þarf að huga enn betur að þessu. Kannski Bjartur hafi potað beini einhvers staðar…. Leitinni verður framhaldið. Ruslalykt eða hvað þetta er, er ekki góður þefur.
Ég sef og sef og sef og sef. Ég man nú þá tíð að ég svaf ekki vel. Sú tíð er sem sagt liðin. Ég fer létt með það að sofa um 12 tíma um helgar. Og er svona ægilega uppgefin þegar ég vakna ;-). Löt að koma mér af stað og þarf að hugsa mikið um hvert skref sem er stigið. Ætli mér veiti bara nokkuð af því.
Dreymdi samt heldur leiðinlega undir morgun – vatnsleka og flaum þannig að reikna má með einhverjum veikindum ef marka má draumráðningar mínar en ég á ekki von á þeim alvarlegum því ýmislegt í draumnum dró úr áhrifum þess slæma.
Í dag er mikil blíða þó engin sé sólin og ég ætla því að hjóla upphitunina hér um bæinn – í um hálftíma – sé til með vindstyrkinn, ef hann er of mikill þá stytti ég tímann og fer bara inn, en brennslan er skrambi góð þegar hjólað er á móti vindi og það er jú hún sem ég vil.
En nú ætla ég að gera aðra atlögu að þessum fnyk hér í húsinu. Bjartur er búinn að fara út og hóta öllum köttum hverfisins lífláti en þeir gera sér leik að því að hrekkja hann og stilla sér upp fyrir framan hann. Mér finnst að kettir eigi að vera bundnir rétt eins og hundar. Þeir éta allar fugla, stríða honum Bjarti mínum og mýga svo í sandinn eins og þeim sé borgað fyrir það. Ég þoli ekki ketti orðið – og ég sem var mesti kattaunnandi norðan Alpafjalla. Hef átt marga yndislega ketti en nú orðið þoli ég þá ekki. Þeir eiga bara að vera heima hjá sér og ekki í augnsýn Bjarts – svo fær aumingja Bjartur skammirnar þegar þetta er allt köttunum að kenna hvernig hann lætur.
Fuss og svei bara
p.s: mataræðið er greinilega eilífðarverkefni. Er það til efs að ég hafi lést mikið næsta föstudag þegar ég vigta mig… Verð að taka mig á – rétt eins og vant er.