…illa lyktandi bollu-limesneið sem hafði laumað sér hér í eitt hornið undir innréttingunni og spjó svo út úr sér allskonar ógeðseindum sem menguðu fyrir mér loftið. Fuss og svei! Drap kvikindið og kom því út í tunnu en þessi lime sneið var fölsk og viðsjárverð og hafði látið sér ryksugun, sópun og skúringu fram hjá sér fara. Eins og hún var falleg og ljúf á föstudaginn tuttugasta – þá var hún eins og þessi hér að ofan. Mynd af ófétinu í dag verður ekki látin fylgja!
Búin að fara í hjólatúr, Styrk og meira hjól í dag. Hreyfingaáætlun þessarar viku stóðst með ágætum. Það kemur svo í ljós á föstudag með afganginn. Það verður bara að taka hraustlega á í grænmetisáti og heilbrigðu líferni næstu viku. Maður er alltaf að reyna, alltaf að reyna. Og stundum tekst manni svo ljómandi vel upp!
