Það undarlega hefur gerst nú á allra síðustu árum – kannski bara síðustu tveimur að ég þoli ekki breytingar á plani. Ég hef í gegnum tíðina bara ætt í gegnum lífið og verið slétt sama hvort ég geri þetta eða hitt á morgun eða hinn, eða í hvaða röð ég geri hlutina. En það er ekki lengur svo. Allar breytingar fara alveg með mig og ég þarf gríðarlangan tíma til þess að aðlagast öllum breytingum. Ég þykist nefnilega hafa einhvern rythma í kaosinu í mínu lífi.
Eitt sem ég afber ekki er forfallakennsla. Ég bara ræð ekki við breytingarnar sem felast í því að gera ekki það sem ég ætlaði að gera í götunum og svo í ofaná lag að kenna þegar ég ætlaði mér alls ekki að gera það. Enda er bara of mikið að kenna 36 tíma á viku. Þess vegna hef ég beðið um að vera aldrei beðin um að taka forfallakennslu. Samt verð ég að gera það í dag. Það þýðir að allar námskrárnar, símtölin og bréf heim verða annað hvort ekki gerð – eða gerð í frímínútum – fyrir nú utan að það sem ég hef hlakkað til alla vikuna – föstudagsins er allt í einu bara eins og hver annar dagur – hlaðinn of mörgum verkefnum sem ég ræð varla við.
Mig langar mest að fá taugaáfall bara – ef maður gæti fengið svoleiðis af löngun… Sigh!
En það dugir ekki að vola og væla – einu sinni vann ég í öllum mínum götum, tók tvöfalda hópa og ég veit ekki hvað og hvað. Ekki vandamálið. Ég get þetta vel 😉
Ég fór út með Bjart í morgun – það var svei mér fínt. Lengdi gönguna aðeins en ég fór ekki á hjólinu í skólann í dag – þarf nefnilega að skjótast og ná í íþróttafötin áður en ég fer í styrk og þar sem ég ætla í nudd kl hálf fjögur er ekki gott að vera að gaufa neitt eftir hádegið. Það verður bara gott að taka svolítið á eftir hádegið – hugsa bara um peningana sem ég fæ fyrir þetta.
sigh sigh
Veit um einn sem segði að það væri ekki nema von að mér brygði við að vinna ;-). Já eða jafnvel tvo eða þrjá.