Af hreyfingu og mér :-)

Þar sem stormviðri hugans ræður ríkjum hjá undirritaðri er rétt að einbeita sér að því sem maður hefur fast í hendi og einhverja stjórn á; hreyfingunni.

Ég og Bjartur fórum í morgun í göngferð stutta í Hellisskógi bara svona uppúr sex held ég. Bjartur var afskaplega ánægður með þetta ráðslag og eiginlega svo glaður að hann trúði ekki sínum eigin augum. Var síðan bara eins og lítið ljós því hann var svo ánægður með þetta allt saman.

Uppi eru mikil áform um að endurtaka leikinn á morgun enda fuku þarna 300 hitaeiningar fyrir lítið. Og vísast hjálpað til með brennsluna allan daginn ef eitthvað er að marka Baldur sem í sjálfu sér er ekki víst ;-).

Nú svo ætlaði mín að hjóla í skólann og rigndi þá ekki eldi og brennisteini og ég bara lagði ekki í ófögnuðinn. Var svo óánægð með það í allan dag – svo óánægð að ég lét mig hafa það að fara í Styrk eftir kl 16 og var í 24 mínútur á stigvélinni á því sama prógrammi. Oh yeah – ég man nú þegar ég átti verulega erfitt með að vera í 10 mín. Nú bara hviss búmm og mér finnst það ekki einu sinni sérlega leiðinlegt. Nú svo fór ég í smá meiri brennslu og hef því brennt 1100 hitaeiningum í dag sem er um 500 meira en á venjulegum sundleikfimisdegi – sem ég sem sagt ætla að frysta því ég vil frekar reyna að gleðja hundinn amk á meðan hælarnir á mér leyfa.

Á morgun stefni ég svo á að hjóla í skólann og heim og eitthvað fleira – gott væri að ná um 600 hitaeiningum flesta daga vikunnar með göngunni og smá hjóleríi.

Ég hlýt að fara að hressast… Verða frísk og bjartsýn, einbeitt og afkastamikil. Ég man þegar ég var afkastamikil. Það er einhvern veginn ekki lengur. En það er amk gott að vakna í björtu alltaf hreint og um að gera að fara snemma í bólið – þannig vakna ég hvíld og tilbúnari í daginn. Og svo er nú frí á þriðjudaginn – og stuttur dagur á föstudaginn.

Vera jákvæð, bjartsýn og glöð yfir því góða sem gerist og er. Og svo fer ég bráðum að geta farið í útilegu – það verður nú gaman.

Hafið það gott – reynið líka að vera jákvæð, bjartsýn…. já o g það allt saman 😉

Ings

Færðu inn athugasemd