Það var bjartur og fallegur dagur sem tók á móti okkur Bjarti árla morguns. Kalt en vissulega bjart þannig að það hefur klárlega frosið saman sumar og vetur hér í Heimahaganum. Kannski að það verði eitthvað annað en rigning í sumar.
Hvunndagslegar og e.t.v. innihaldsrírar hugleiðingar mínar hér á blogginu virðast veigalitlar nú í upphafi dags þegar ég fylgist með útsendingu NBC á efni sem morðinginn i Virginíu sendi þeim. Þetta er nú meira hörmungarnar. Maður getur ekki annað en verið miður sín yfir því að fyrst drepur hann tvo – fer svo á pósthús og hvur veit hvað og fer svo aftur af stað og drepur30 í viðbót. Sorglegt að það hafi ekki verið hægt að stöðva manninn.
Þvílíkar hörmungar…