Gleðilegt sumar!

Nú er ár síðan ég fór að léttast í líkamsræktinni minni og lífsstílsbreytingunni 😉 sem var nú ekki slík fyrr en einhverjum mánuðum síðar. Það tekur tíma að ætla sér að breyta og svo enn lengri tíma að breyta einhverju.

Á einu ári hef ég misst og glatað 110 cm – það er rúmum metra til minna af mér en áður. Ég hef sömuleiðis týnt 24 kílóum sem jafnast út með 500 gr. á viku. Sem er nú alveg upp á bókina ;-).

Jamm ég er bara ánægð með það. Nú þarf ég ekki að gera neitt annað en ákveða hvar ég vilji vinna…

Það er allnokkuð að þurfa ekki að bera 48 pakkningar af smjörlíki með sér alla daga. Hlýtur að skila einhverju ha hu hummm….

Held ég sé alveg að verða búin að ákveða það. Þetta er mjög snúið allt saman verð ég að segja…

3 athugasemdir á “Gleðilegt sumar!

  1. GLÆSILEGT 🙂 Til hamingju með þetta. Vá hvað þetta er mikið. Ég segi það enn og aftur: þú ert hetja!!!Sjáumst á morgunnKV Sigurlín

    Líkar við

  2. Það verður spennandi að fylgjast með því sem er í bígerð hjá þér Inga mín. Til hamingju með þennan frábæra árangur – 48 smjörlíkisstykki – já þú hlýtur að þeysast um hraðar fyrir vikið!!!!!!!!Kær kveðja úr sólskynsríkinu Englandi – Erla

    Líkar við

Færðu inn athugasemd