Það er nú meira klúðrið með Styrk og Formúlu 1 á sunnudögum! En F1 verður að herða sig ef hún ætlar ekki að bíða lægri hlut fyrir líkamsræktinni því satt að segja finnst mér það sem ég lagði á mig í morgun ekki alveg vera að gera sig fyrir þessa druslu Bahrain braut. Málið er nefnilega það að það er búið að búa til tvær ,,stórglæsilegar“ brautir á síðustu árum – Kína og Bahrain en að það sé hægt að taka þar fram úr – svo ekki sé minnst á Malasíu sem kom litlu áður – ég bara skil ekki afhverju það má ekki búa til braut sem býður upp á framúrakstur – það er ekki glæta að fara út úr aksturslínunni á þessum brautum og beygjurnar svo ólíkar að þetta er allt í einhverju málamiðlunar fári – þá vil ég nú bara fá brautir eins og Spa takk fyrir.
En sem sagt til þess að ég næði ræsingunni kl 11:30 varð ég að fara í styrk kl 10 í stað 12. Nú til þess að ná að gera allan æfingahringinn þá þurfti ég líka að fara út að hjóla og taka upphitunina þannig svo þetta yrði nú allt í góðum gír.
Veðrið var viðbjóður, frekar kalt, haglél á köflum og rok eftir því! Þannig að þegar ég kom í Styrk var ég hundblaut og hrakin og varð að koma yl í skrokkinn á mér með því að bæta aðeins við upphitunina. En það var nú voða gaman í æfingunum sem voru fyrir efri hlutann í þetta sinnið – sem þýðir að þær eru léttari. Ég tók svo 24 mín á Stigvélinni á programmi oh yeah – voða gaman, híhí.
Jamm svo þurfti ég að drífa mig heim – fara í rennblautann hjólagallann – hroll hroll… sitja svo í svitastorknum ógeðsfötunum og horfa á kimi hanga fyrir aftan McLaren bíl, Massa með forystu og hver hefur nú á huga á að hann vinni? Ekki ég svo mikið er víst og mér leiðist Alonso líka svei mér þá. Þannig að í raun er mér slétt sama hvort liðið vinnur – fer bara eftir því hvað ég er með í liðsstjóranum svei mér þá.
En hvernig sem allt fer er ég búin að baka bollurnar 😉 og ég ætla líka í sundpottana á eftir. Veitir ekki af að fara í sturtu það get ég svarið!
En sem sagt F1 verður að bæta sig – gera eins og Heidfeld þegar hann fór fram á Alonso!!!! Það var skoho flott. Er að hugsa um að halda með Sauber bara.
Annars var ég að lesa bloggið mitt og þar er æði oft talað um að ég verði að taka mig á í mataræðinu. Nú held ég að það sé komið að því að hætta að tala um það og gera eitthvað í því.