Haldið þið ekki að ég hafi gleymt Polla þegar ég fór í sund áðan! Versti ótti minn varð að veruleika!!!! Lá við að ég keyrði heim á sundbolnum þegar þetta uppgötvaðist. Holy Shit!
Er bara að vona að ég hafi brennt 370 hitaeiningum – á 30 mín sundi og hlaupi – ætti að vera um 500 en ég fann alveg að maður keyrir sig meira áfram þegar maður er með Polla með í liði. Sigh…
Vona samt að ég fái bikar.
Og nú er að halda haus í mataræðinu.
Ég held ég verði bara að viðurkenna að ég þurfi eitthvað aðhald þar líka. Ætla að byrja á fínu matardagbókinni sem ég bjó til í vetur – hún skilaði mér helling þegar ég notaði hana.
Svo þarf ég að búa til 120 bollur í kvöld eða morgun… Ætli gerdeig geymist ekki fínt ef ég kem ekki öllu deiginu í kringlótt form….