Sögulegu hámarki hefur verið náð í þyngdaraukningu en það var svo sem við því að búast eftir páskana – það er nú meiri hátíðin og fermingaveislurnar voru síst til þess að bæta úr. Páskaeggið ekki heldur…. og allt sem því fylgdi. Og því ætlaði ég að spýta í lófana þessa viku en það hefur nú ekki tekist:
Mánudagur: Engin hreyfing
Þriðjudagur: Engin hreyfing
Miðvikudagur: Brennsla í 45 mín – hey og ég var í 25 mín samfleytt á stigvélinni – oh yeah
Fimmtudagur: Ekkert
Föstudagur: Ja það er sko eins gott – það er þó ekki sundleikfimi því í hana fór ég sko bara ekki neitt.
Mataræði: Gott en með alvarlegum misbrestum þó! Einbeitingin ekki í lagi.
Afraksturinn bullandi hálsverkir – sem líklega komu á undan hreyfingaleysinu og ég virðist ætla að láta þá stoppa mig að þessu sinni. Svefnleysi hefur verið viðvarandi þessa viku og alls konar böggl á næturnar enda þarf ég að setjast upp í hvert skipti sem ég sný mér þar sem ég get ekki snúið herðum og hálsi.
Ég man núna hvað var leiðinlegt að finna til í hálsinum!
Og nú þarf að spýta í lófana. Ég þarf helst að léttast um 2 kg þessa vikuna…