Úff páskar

Ja hérna hér – það er ekkert mál að vera í jólafríi miðað við að vera í páskafríi! Úff púff og þrjár fermingaveislur, mega letikast og sérkennilega mikil þörf til að éta allt sem tönn á festir er bara meira en ég ræð við!

Það gengur ekkert hjá mér með neitt. Skrifstofuaðstaðan er alveg jafn glötuð og hún var fyrir 4 dögum. Draslið hér í kringum mig eykst heldur en hitt. Ég hef hvorki hjólað, synt, gengið eða farið í Styrk og hef ekki nein áform uppi um það! Gæti ákveðið að njóta lífsins og verið nett sama um allt það sem ég ætti að vera að gera – og er að hugsa um að gera það. Er of tímafrekt að gera eitthvað af því sem ég ætti að gera ;-).

Iss piss – ég er áreiðanlega bara svo þreytt að mér veitir ekkert af að hvíla mig og maður þarf ekkert alltaf að vera að hreyfa sig! Geri það bara í næstu viku og vikunni þar á eftir – já alveg fram að næstu páskum bara.

Ferrari sprækir í Malasíu og McLaren ótrúlega flottir. Ætla að ákveða með hverjum ég held eftir keppnina – híhí.

Vigtaði mig fyrir páskana – er hrædd um að gleðileg tala þá verði eitthvað svartari eftir helgina. Sigh en svona er lífið – og maður verður bara að takast á við verkefnin og þroska með sér skynsemi og sjálfsaga um leið. Ja það væri það!

Ég held að Polli gefi mér ekki bikar þessa viku nema ég taki mig á. Hve mikið langar mig í bikar?

2 athugasemdir á “Úff páskar

Færðu inn athugasemd