Úff hvað er mikið að gera :-)

Það er nú svei mér margt sem þarf að gera í páskafríi. Í dag er samt fyrsti dagurinn sem ég er í fríi – það hefur verið svo mikið að gera í því að baka 6 hæða fermingatertu og skreyta hana- fara í fermingaveislu og stússast þar svolítið, taka til í geymslunni og undirbúa 20. apríl og ég veit ekki hvað og hvað. Skil ekki að ég megi vera að því að vinna svei mér þá. En í dag ætla ég ekki að gera neitt nema hugsa svolítið um frelsara vorn og þjáningu hans og frelsun okkar hinna.

Svo er ég að reyna að koma vitinu fyrir tölvur heimilisins sem er ætíð tímafrekt starf.

Svo er ég að hugsa um hvort ég ætti ekki að borða páskaeggið mitt í dag frekar en á sunnudaginn – finnst eitthvað svo geggjað að gera það þá og ná ekki að brenna því af mér fyrr en einhvern tímann þegar langt er liðið á næstu viku því það er svo önnur veisla á mánudaginn og þá fer Páll líka aftur til heimilis færeyska folans! Annars finnst Palli Jogvan vera alltof mikill trítill til að geta kallast foli og álitur sig vera miklu meiri fola en hann og hefur því ákveðið að kalla sig héreftir færeyska folann! Ég uni honum þess alveg.

Þetta með páskaeggið lítur þó ekki vel út – ef ég opna það núna er ég að eta það alla helgina í staðinn fyrir að líklega hef ég nú ekki samvisku til að borða það allt á virkum dögum – kannski hef ég þrek til að frysta það og borða það svo á föstudaginn kemur ;-).

Geðveikt góður dagur í Styrk á miðvikudaginn + mikið stapp í bakstri og ferð í Borgarfjörðinn. Ekkert gert í gær nema skreytt þessi kaka sem var í rauninni eins og að skreyta 5 kökur minnst. Komum svo heim í nótt og ég byrjaði fríið í dag :-). Mjög gott en búin að borða óþarflega marga kanelsnúða finnst mér – og ekki nenni ég fyrir mitt litla líf út að hreyfa mig en kannski fer ég í hjólatúr í kvöld – huhummm…. not….

En hva það kemur alltaf dagur eftir þennan dag – kíló eftir þetta kíló – í hvora áttina sem er.

Færðu inn athugasemd