Morgunstund gefur gull í mund

Góðan daginn

Nú er fyrsti í fríi :-).

Ekki leiðinlegt. Ég er vöknuð og svellfín árla morguns – það er nú ekki leiðinlegt heldur. Það verður nú að segjast ;-).

Þegar Palli er heima er alltaf ákveðin hætta á því að allt fari í vitleysu. Það er allt í einu ekki nærri eins einfalt að halda einstrengingslega áætlun mína þegar maður þarf að taka tillit til (eða ætti amk að gera það) annars. Ég þarf meira að segja að vera svolítið notaleg okkar allra vegna. Það er nú ekki gaman að koma heim til fúllar kerlu – eða fá fúlan karl heim. Annars er það náttúrulega ekki sérlega erfitt því ég er svo notaleg manneskja eins og þið vitið, híhíhí.

En sem sagt – mataræði, hreyfing, svefn gengur allt nokkuð úr lagi og ég má hafa mig alla við að halda áætlun. Annars á Páll ekki marga úrkosti blessaður. Hann getur jú verið heima á meðan ég sprikla eða komið með. Um helgina hefur hann komið með. Eiginlega alveg undrandi á því að rassinn á sér skuli enn halda eftir hjólreiðar helgarinnar.

Þegar nýtt hjól kemur í hús er náttúrulega ekki annað að gera en nota það og það hefur verið gert. Hún Þórunn elskuleg lánaði mér hjólið sitt í haust og Páll hefur verið að nota það – það er eins hjól og mitt. Frábærir gripir báðir tveir, takk Þórunn mín. Kannski get ég einhvern tímann launað þér greiðann.

Þar sem einu mjúki göngustígarnir sem mér hugnast hér í nágreninu eru í hinum blauta Þrastarskógi fer ég ekki þangað né annað því hælsporarnir mínir bjóða ekki upp á göngur. Á laugardaginn fórum við því í hjólreiðatúr og í gær var stefnan tekin á upphitun á hjólum og svo Styrkur.

Það fór hins vegar svo að eftir að við hjóluðum vítt og breitt um Selfoss, Laugardæli og nærliggjandi þjóðvegi í um 40 mín vorum við svo hrakin og köld að við sáum okkur ekki annað fært en fara í heitan pott. Sem við og gerðum og ég synti svolítið og hljóp í lauginni. Brennslan var þó ekki sambærileg á við Styrk – þ.e. eftir því sem Polli sagði en ég þarf að stilla hann þannig að hann taki mið að lækkuðum púls í vatni.

Eftir ferminguna hans Ingþórs var komið þetta ofsalega góða veður og fullur vilji til þess að hjóla svolítið meira og þá bættist við allnokkuð af kaloríubrennslu þannig að dagurinn í gær var mjög góður. Það er svo gaman að hjóla! Ég ætla svo að hjóla í dag og fara svo í Styrk – gaman að breyta aðeins til og sleppa við ógeðstækið við og við :-). Mér sýnist vera hið ágætasta veður – en það má svo sem alveg vera leiðinlegt – þá brennir maður bara meira – ef vindurinn blæs manni í fang.

Framundan bíður svo sex hæða fermingarterta fyrir Kristínu, Borgarfjarðar ferð en áður en það allt saman gerist þarf að taka til í eins og einni geymslu – sem klárlega verður allnokkur brennsla ;-).

Inga mælir með að allir fái sér Swhinn hjól og komi með út að hjóla. Munið bara eftir hjálminum því of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í :-).

p.s. Þess bera að geta að markmið síðustu viku náðist ekki varðandi þyngdina nema þá til hálfs… Nú tekur bara við damage conrol og hörku brennsla alla daga. Það er eiginlega ekki hægt að léttast um páska…

3 athugasemdir á “Morgunstund gefur gull í mund

  1. Ó já, það er svakalega gaman að hjóla, I love it!Þú ert samt miklu duglegri en ég, ég hjóla eiginlega aldrei lengur en í 10 mínútur í einu.kv, Helga Dögg

    Líkar við

  2. Það er misjafnt hvað fólk þarf að gera Helga Dögg mín – mér dugir líklega ekkert minna en 20 mín til að koma einhverju á hreyfingu. Við sjáumst kannski fyrir horn – ekki svína mig samt – ég er svo lengi að koma mér niður af hnakknum þegar ég klossbremsa – er ekki viss um að þú viljir fá mig yfir þig 😉

    Líkar við

  3. Ég skal fara varlega, ég er nefnilega annálaður klaufi að hjóla enda eignaðist ég mitt fyrsta hjól 32 ára 🙂Svo á ég illt með að hjóla hægt, Gaua finns ekkert gaman að fara í rómantískan hjólreiðatúr með mér, ég ana svo áfram. Ég þarf að æfa mig í því.Kv, HDP.s. sorrý að ég skyldi ekki mana þig á tónleikana í gær 😦

    Líkar við

Færðu inn athugasemd