Það er kominn apríl!!!!

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef nú ekki einu sinni farið til þess að blogga! Sem er slæmt því ég vil halda sem nákvæmastar skýrslur yfir sjálfa mig því annars hugsa ég þegar ég upplifi eitthvað – ó þetta er alveg einstakt, svona hefur þetta aldrei verið áður! En þá hef ég bara alveg óvart hagað mér á sama hátt eða liðið alveg eins! Ég er svo mikið aparassgat að það er óskaplegt.

Tiltekt í húsinu er hafin.

Ég er komin með mitt eigið hjól sem er algjörlega stórkostlegt. Ég mæli með Schwinn hjólum, algjörlega til botns. Ógeðslega gott hjól Sierra týpa – handföngin, gírarnir og stýrið – frábærlega hannað fyrir konu eins og mig og fleiri reyndar.

Fór í frábæran hjólatúr í gær – þol og brennsluæfing og með púlsinn í hærri kantinum hele tiden því það var svo mikið rok – einhvern veginn úr öllum áttum. 37 mínútur og næstum 700 hitaeiningar. Held reyndar bara að það sé næstum met hjá mér. Ah kannski svipað og á ógeðstækinu en ég héldi aldrei út á því á sama púls svona lengi. Svo fór ég í Styrk á föstudaginn og átti mjög góðan dag þó brennslan væri ekki alveg 1400 hitaeiningar en það sat svolítil þreyta í mér eftir sundleikfimina um morguninn.

Mataræðið er ekki nógu gott en nú verður bara að líta á þetta sem damage control yfir hátíðarnar – vera sem duglegust þangað til. Það er bara um að gera!

Er samt hrædd um að það sé óþarflega mikið af hitaeiningum í HEILUM poka af þurrkuðum bönunum! En grænmetisskammturinn er etinn dag hvern og það er gott.

Færðu inn athugasemd