…við íþróttafélaginu mínu! Áfram svo…
Ja hérna hér.
Búin að skrifa undir við Ljósuborg. Hugsið ykkur það.
Upprisa Ingveldar 2
…við íþróttafélaginu mínu! Áfram svo…
Ja hérna hér.
Búin að skrifa undir við Ljósuborg. Hugsið ykkur það.
Nú jæja – ég er sem sagt að flýja allt það sem ég ætti mögulega að vera að gera þessa helgina og þvælists því bara um veraldarvefinn og blogga þess á milli. Ég þarf að fá mér einhver viðfangsefni ég viðurkenni það en ég er bara í svona útvötnun núna.
En ég er búin að fatta eitt. Þar sem ég er komin með þá dellu að stunda líkamsrækt þar ég að teygja það einu skrefi lengra og fara að snúa mér að einhverri íþróttaiðkun annarri en þeirri sem ég stunda. Einhverri svona almennilegri íþrótt þar sem hægt er að telja og vesenast svoldið. Einhverja íþrótt sem ég yrði að stunda með öðru fólki. Ég er að verða óþarflega mikill einfari held ég.

Blak – aleina íþróttin sem ég hef orðið skólameistar í ;-). Aleina íþróttin sem ég hef keppt í heilan vetur. Frábærlega skemmtileg íþrótt – nema þegar maður þarf að horfa á hana – jukk.Það er einhver ruslafýla í húsinu mínu. Og ég bara losna ekki við hana. Ég er búin að þrífa ruslaskápinn, ruslafötuna, vaskinn, ískápinn, tuskur, og ég veit ekki hvað og hvað en ennþá er ruslalyktin í húsinu mínu….
Skil ekkert í þessu. Þarf að huga enn betur að þessu. Kannski Bjartur hafi potað beini einhvers staðar…. Leitinni verður framhaldið. Ruslalykt eða hvað þetta er, er ekki góður þefur.
Ég sef og sef og sef og sef. Ég man nú þá tíð að ég svaf ekki vel. Sú tíð er sem sagt liðin. Ég fer létt með það að sofa um 12 tíma um helgar. Og er svona ægilega uppgefin þegar ég vakna ;-). Löt að koma mér af stað og þarf að hugsa mikið um hvert skref sem er stigið. Ætli mér veiti bara nokkuð af því.
Dreymdi samt heldur leiðinlega undir morgun – vatnsleka og flaum þannig að reikna má með einhverjum veikindum ef marka má draumráðningar mínar en ég á ekki von á þeim alvarlegum því ýmislegt í draumnum dró úr áhrifum þess slæma.
Í dag er mikil blíða þó engin sé sólin og ég ætla því að hjóla upphitunina hér um bæinn – í um hálftíma – sé til með vindstyrkinn, ef hann er of mikill þá stytti ég tímann og fer bara inn, en brennslan er skrambi góð þegar hjólað er á móti vindi og það er jú hún sem ég vil.
En nú ætla ég að gera aðra atlögu að þessum fnyk hér í húsinu. Bjartur er búinn að fara út og hóta öllum köttum hverfisins lífláti en þeir gera sér leik að því að hrekkja hann og stilla sér upp fyrir framan hann. Mér finnst að kettir eigi að vera bundnir rétt eins og hundar. Þeir éta allar fugla, stríða honum Bjarti mínum og mýga svo í sandinn eins og þeim sé borgað fyrir það. Ég þoli ekki ketti orðið – og ég sem var mesti kattaunnandi norðan Alpafjalla. Hef átt marga yndislega ketti en nú orðið þoli ég þá ekki. Þeir eiga bara að vera heima hjá sér og ekki í augnsýn Bjarts – svo fær aumingja Bjartur skammirnar þegar þetta er allt köttunum að kenna hvernig hann lætur.
Fuss og svei bara
p.s: mataræðið er greinilega eilífðarverkefni. Er það til efs að ég hafi lést mikið næsta föstudag þegar ég vigta mig… Verð að taka mig á – rétt eins og vant er.
Það er sama hvort það rignir eldi og brennisteini, snjói eða skafi; það er komið vor. Þegar ég kom út í morgun þá bara hviss bang búmm. Grasið orðið grænt og hlýindi í lofti. Ekki slæmt.
Af þessu tilefni hef ég hengt þvott út á snúrur. Verst að það er ekki sérlega mikið sem þarf að þvo að þessu sinni – en það skemmir svo sem ekki að sleppa við þvotta. Ég sé til hvort ég finni ekki einhver rúmföt og teppi og slíkt sem gaman væri að þvo ;-). Yndislegt að geta hengt út og látið þorna þar nú þegar maður er þurrkaralaus. En hvað um það.


Í dag ætla ég að njóta lífsins, safna kröftum, fókusa, syrgja Sunnulæk og að þessu öllu loknu get ég farið að horfa til framtíðar. Hún bíður þarna með útilegur, göngur og sprikl. Ég hlakka mjög til að ári þegar vonandi verða farin 24 kg í viðbót. Ég verð ekki nein léttavara þó svo fari – en ég verð allt önnur trúi ég. Við þetta bætist allt að ég hef ekki bara grennst heldur hefur holningin á mér gjörbreyst. Manneskja sem æfir af sama kappi og ég hlýtur að hafa öðlast mikinn styrk og breytta líkamsbyggingu eftir 12 mánaða hörku púl. Ég held meira að segja að ég sé farin að finna það á eigin skinni.
Hér er ég – ágætis dagur í skólanum, krakkarnir yndislegir. Ég held ég eigi eftir að sakna þeirra ofboðslega – ég ætlaði aldrei að fara frá þeim svona snemma. En það eru önnur börn annars staðar sem er líka gott að þykja vænt um. Þessi í Sunnulæk eru mér bara svo kær. Litlu grjónin mín sem ég næ aldrei að sinna eins vel og ég vil. En jamm – áfram veginn.
Ég var að lesa bloggin mín tvö um það þegar ég fór að stunda salinn – um fyrstu skiptin mín til Baldurs fyrir um ári síðan. Og what a difference a year makes…
Í framhaldi af því var svo svolítið sniðugt að Baldur spurði mig í nuddtímanum í dag hversu miklu hefði munað að ég mætti ekki í annan tímann til hans. Það er í sjálfu sér svolítið góð spurning. Og allrar athygli verð. Honum fannst ég svolítið vera eins og minkur í búri – hefði hreint ekki viljað vera í Styrk né hjá honum þar og þá. Það er líklega líka alveg rétt. Og hann var líka næstum viss um að ég myndi ekki endast eins lengi og raun ber vitni. Þar aftur á móti greinir okkur svolítið á í upplifun.
Ég vissi allan tímann sem hann var að spyrja mig um hvort ég væri farin að synda, ganga á morgnana, farið á hjólið eða hvað þetta hét allt saman sem hann var tilbúinn með handa mér í löngum bunum afhverju ég sagði nei. Það var af tveimur ástæðum:
Ég vissi að ef ég byrjaði myndi ég finna alls staðar til og þeir verkir hefðu svo áhrif á vinnu mína og tilvist – breytingar sem ég var ekki tilbúin að ganga í gegnum. Ég yrði að drepast í kálfunum, herðunum og hvar sem verða vildi og það þýddi að ég gæti ekki unnið eins mikið og ég vildi.
Ég vissi líka að ef ég byrjaði myndi ég vilja gera það af stæl og alvöru. Og ég var ekki tilbúin að breyta lífi mínu á þann hátt. Ég vildi einfaldlega hætta að finna til og vera með svona mikla vöðvabólgu. Lengra stóðu væntingar mínar til sambands míns við þennan nýfengna nuddara ekki. Þess vegna sagði ég alltaf, ítrekað og endalaust NEI. Og hann hélt áfram að spyrja.
Ég vissi hins vegar ekki að ég myndi halda þetta út því þetta var jafnvel heldur erfiðara en ég reiknaði með. Og þá ekki bara líkamlega – heldur frekar andlega. Baráttan var og er ansi hörð oft á tíðum.
Þegar ég svo byrjaði, þá vissi ég að það þyrfti að vera í ramma, gera af elju og ákveðni (frekar en áhuga eða vilja), breytingar yrðu óhjákvæmilegar á lífsmynstri mínu. Þetta vissi ég allt saman. Þess vegna stökk ég ekki til og hlýddi honum með að fara í salinn. Það var einfaldlega ekki kominn sá tími í mínu lífi – hvorki fyrst í febrúar þegar ég fór til hans né í apríl þegar ég byrjaði. En svo var ekki aftur snúið.
Ég kannski vissi ekki að ég yrði hér að ári. Ég vissi ekki að Baldur ætlaðist alltaf til meira og meira og myndi styðja mig every part of the way – alltaf endalaust. Ég vissi kannski ekki að það yrði hælspori og háls sem yrðu mér verstir – hélt það yrði ökklar og kálfar, bak og axlir. En ég vissi að ég var lögð af stað og þá er ekki svo auðveldlega aftur snúið. Líka afþví mér finnast íþróttir skemmtilegar. Ég þekkti svo sem þetta ferli allt saman úr sumarsundinu og þegar ég synti á vetrum. Ég þarf ramma og ég þarf að halda mig við hann. En kannski er úthaldið meira en ég ætlaði, ég einfaldlega hugsaði ekki fram á veginn heldur tók hvern dag, hverja æfingu, hverja göngu sem áfanga á þeirri leið að ná mér betur á strik.
Og ég held það sé að gerast núna.
þess vegna er gaman að velta því fyrir sér hve miklu munaði að ég færi ekki til Baldurs í annað sinn. Það munaði mjög litlu – það munaði eiginlega bara því að ég sá ekki fyrir mér að ég gæti beðið eftir því að komast að hjá öðrum nuddara – ný beiðni, ný læknisferð og hvað ætti ég svo sem að segja við Gylfa lækni: ,,Ég vil ekki fara til þessa Baldurs! Hann er vondur við mig? Skilur mig ekki!“
Einhvern tímann áður en tími tvö rann upp slæddist sú hugsun niður í kollinn minn að ég þyrfti kannski bara svona leiðinda gaur með mér í lið – sem væri ekki snarmeðvirkur og hæfilega sama um allt raus í mér og aðdáun á dugnaði mínum í starfi. Ég lokaði snögglega á þessa pælingu – fannst hún ljót og leiðinleg og ákvað að fara aldrei aftur í Styrk né til Baldurs. En fræinu hafði verið sáð. Ég vissi innst inni hvað til míns friðar heyrði – ég þurfti kannski bara á einum þverhaus að halda til að tjónka við mig – einhvern sem ég yrði ekki daginn að gera meðvirkan í vitleysunni minni. En ég ýtti því til hliðar reyndi að kæfa þetta litla fræ – en fór aftur því ég gat ekki hugsað mér að bíða annan hálfan mánuð eða þrjár vikur eftir öðrum nuddara. Ég gæti áreiðanlega beðið þennan af mér.
Þar hafði ég svo sem rangt fyrir mér. Ég skil ekki enn að hann hafi ekki gefist upp á mér löngu áður en apríl 2006 rann upp. Já eða einhvern tímann síðan þá. Kannski er bara engin ástæða til þess að gefast upp á mér. Hefur mér ekki bara gengið vel?
Það var þáttur hjá Opruh um daginn og þar spókuð sig konur sem höfðu lést um þau hin sömu 24 kg og ég og fengu mikið klapp að launum frá öllum viðstöddum – og aðferðin sem þær beittu var mikið til hin sama og ég. Breyta grunninum og huga að hreyfingu og mataræði. Þannig að líklega er þetta allt saman svolítið afrek.
Það er til 120 cm minna af mér en fyrir ári. Ég tek töluvert minna pláss í veröldinni fyrir vikið og er ekki eins íþyngjandi fyrir möttulinn ;-).
Það munaði öllu að ég fór í þennan annan tíma – sem ég var næstum búin að afboða. Það munaði ekki miklu það get ég svarið.
Í dag fór ég í 25 mín göngu í Hellisskógi með honum Bjarti mínum, vaggandi með framstæðan háls eins og hinar endurnar þar, fór í Styrk og var ótrúlega dugleg. Ég er farin að fara 24 mín á prógrammi á stigvélinni – þó þyngdarstigið sé bara á 3. En þvílíkt sem ég brenni á því og svitna. Það er rosalega erfitt mér enda er ég svo sem ekki nein léttavara. Var líka á 25 mín á ógeðstækinu og brenndi alls rúmlega 1200 hitaeiningum plús þessar 300 sem fóru á göngunni. Þar að auki fór ég í nudd – og það var nú svei mér gott og nauðsynlegt. Er með fyrirbyggjandi aðgerð í gangi – því gangan reynist mér og hálsi mínum svo erfið. Sjáum til hvað setur. Helgi framundan og allt í þessu fínasta. Life is good. Amk hreyfingin. Er ekki alveg viss með annað.
Það undarlega hefur gerst nú á allra síðustu árum – kannski bara síðustu tveimur að ég þoli ekki breytingar á plani. Ég hef í gegnum tíðina bara ætt í gegnum lífið og verið slétt sama hvort ég geri þetta eða hitt á morgun eða hinn, eða í hvaða röð ég geri hlutina. En það er ekki lengur svo. Allar breytingar fara alveg með mig og ég þarf gríðarlangan tíma til þess að aðlagast öllum breytingum. Ég þykist nefnilega hafa einhvern rythma í kaosinu í mínu lífi.
Eitt sem ég afber ekki er forfallakennsla. Ég bara ræð ekki við breytingarnar sem felast í því að gera ekki það sem ég ætlaði að gera í götunum og svo í ofaná lag að kenna þegar ég ætlaði mér alls ekki að gera það. Enda er bara of mikið að kenna 36 tíma á viku. Þess vegna hef ég beðið um að vera aldrei beðin um að taka forfallakennslu. Samt verð ég að gera það í dag. Það þýðir að allar námskrárnar, símtölin og bréf heim verða annað hvort ekki gerð – eða gerð í frímínútum – fyrir nú utan að það sem ég hef hlakkað til alla vikuna – föstudagsins er allt í einu bara eins og hver annar dagur – hlaðinn of mörgum verkefnum sem ég ræð varla við.
Mig langar mest að fá taugaáfall bara – ef maður gæti fengið svoleiðis af löngun… Sigh!
En það dugir ekki að vola og væla – einu sinni vann ég í öllum mínum götum, tók tvöfalda hópa og ég veit ekki hvað og hvað. Ekki vandamálið. Ég get þetta vel 😉
Ég fór út með Bjart í morgun – það var svei mér fínt. Lengdi gönguna aðeins en ég fór ekki á hjólinu í skólann í dag – þarf nefnilega að skjótast og ná í íþróttafötin áður en ég fer í styrk og þar sem ég ætla í nudd kl hálf fjögur er ekki gott að vera að gaufa neitt eftir hádegið. Það verður bara gott að taka svolítið á eftir hádegið – hugsa bara um peningana sem ég fæ fyrir þetta.
sigh sigh
Veit um einn sem segði að það væri ekki nema von að mér brygði við að vinna ;-). Já eða jafnvel tvo eða þrjá.
…það var ég skoho í morgun :-). Vaknaði kl 6 og velti því fyrir mér afhverju ég væri svona syfjuð. Nú lét sem ekkert væri – hespaði mér í göngugallann og dreif Bjart út í bíl – en sá snúður var alveg jafn aldeilis undrandi á þessar nýbreytni að vera hreyfður og hvorki æmti né skræmti heldur fór stilltur og prúðu í búrið sitt.
Óð síðan eins og vitlaus manneskja um stígana okkar Bjarts og þarf að lengja 22 mín hringinn frá því í haust því ég er ekki nema 17 mín með hann 🙂 híhí.
Þegar ég kom heim setti ég í þvottavélina, brytjaði grænmeti mjög fínt niður og eldaði taco rétt til að hafa með í vinnuna, pakkaði þessu öllu eftir kúnstarinnar reglum. Við Ásta og Dísa nutum síðan góðs af öllu saman í hádeginu :-). Ekki var nú nóg með það heldur fór ég upp á hjólhestinn og brunaði í skólann. Að þessu öllu var ég búin fyrir klukkan 7:30.
…og nú hef ég pantað mér tíma í nudd því voila um leið og ég byrja að ganga þá stífnar allt upp en nú ætla ég að vera á undan bólgunni slæmu og reyna að mýkja draslið upp áður en allt verður um seinan.
Og nú er föstudagur á morgun. Kannski fer ég í pottana á eftir – er samt ekki viss. Langar eiginlega bara mest í dvd og afslappelsi :ö)
Þar sem stormviðri hugans ræður ríkjum hjá undirritaðri er rétt að einbeita sér að því sem maður hefur fast í hendi og einhverja stjórn á; hreyfingunni.
Ég og Bjartur fórum í morgun í göngferð stutta í Hellisskógi bara svona uppúr sex held ég. Bjartur var afskaplega ánægður með þetta ráðslag og eiginlega svo glaður að hann trúði ekki sínum eigin augum. Var síðan bara eins og lítið ljós því hann var svo ánægður með þetta allt saman.
Uppi eru mikil áform um að endurtaka leikinn á morgun enda fuku þarna 300 hitaeiningar fyrir lítið. Og vísast hjálpað til með brennsluna allan daginn ef eitthvað er að marka Baldur sem í sjálfu sér er ekki víst ;-).
Nú svo ætlaði mín að hjóla í skólann og rigndi þá ekki eldi og brennisteini og ég bara lagði ekki í ófögnuðinn. Var svo óánægð með það í allan dag – svo óánægð að ég lét mig hafa það að fara í Styrk eftir kl 16 og var í 24 mínútur á stigvélinni á því sama prógrammi. Oh yeah – ég man nú þegar ég átti verulega erfitt með að vera í 10 mín. Nú bara hviss búmm og mér finnst það ekki einu sinni sérlega leiðinlegt. Nú svo fór ég í smá meiri brennslu og hef því brennt 1100 hitaeiningum í dag sem er um 500 meira en á venjulegum sundleikfimisdegi – sem ég sem sagt ætla að frysta því ég vil frekar reyna að gleðja hundinn amk á meðan hælarnir á mér leyfa.
Á morgun stefni ég svo á að hjóla í skólann og heim og eitthvað fleira – gott væri að ná um 600 hitaeiningum flesta daga vikunnar með göngunni og smá hjóleríi.
Ég hlýt að fara að hressast… Verða frísk og bjartsýn, einbeitt og afkastamikil. Ég man þegar ég var afkastamikil. Það er einhvern veginn ekki lengur. En það er amk gott að vakna í björtu alltaf hreint og um að gera að fara snemma í bólið – þannig vakna ég hvíld og tilbúnari í daginn. Og svo er nú frí á þriðjudaginn – og stuttur dagur á föstudaginn.
Vera jákvæð, bjartsýn og glöð yfir því góða sem gerist og er. Og svo fer ég bráðum að geta farið í útilegu – það verður nú gaman.
Hafið það gott – reynið líka að vera jákvæð, bjartsýn…. já o g það allt saman 😉
Ings
Jæja þá hefur náðst lending í vangaveltum varðandi framtíð mína. Ég fer aðvinna á Ljósuborg næsta vetur og hætti þar með í Sunnulæk eins og gefur að skilja.
Þetta er búin að vera óskapleg fæðing alveg hreint. En niðurstaðan er sem sagt komin. Og ég er sátt um sinn amk.
Nánari rökstuðningur og pælingar um þetta síðar.
Ég held ég hætti líka í sundleikfiminni í bili amk og ætla að labba í hellisskógi með Bjart vin minn snemma í fyrramálið. Hann er ekkert hreyfður – Ragnheiður hefur algjörlega brugðist honum þar og ég verð að taka mig á enda hælsporarnir með besta móti. Svo ætla ég að vera duglega að hjóla í skólann og í Styrk nú í vor og sumar. Það er ótrúlega mikil hreyfing og brennsla sem maður fær út úr hjólreiðunum.
Over and out
Inga uppgefna