Er komið vor?

Ja amk í augnablikinu þó það hafi ekki verið vorlegt í morgun!

Ég massaði Styrk – sem ég er með áskrift í – munið þið ;-).

Var í 20 mín alls á stigvélinni 2×10 mín.

Ég tók 15 – 12 – 10 í Smith – í fyrsta skipti ever. Mest getað 12-10-8 ojá rassinn á mér er svolítið þungur en lærin eru farin að ráða við hann 😉

Palli kemur heim á föstudaginn!

Ég er að fara að elda.

Ásta fór í ræktina í dag – til hamingju með það ÁSTA! Hún á Polla junior

Ég hef ekki borðað neina vitleysu í dag og stefni á að láta það vera í dag.

Ég stefni á að borða ekki neitt eftir 8 í kvöld nema þá í besta falli grænmeti!

Ég stefni á að vera 400 gr léttari á föstudaginn en ég er núna og hana nú er það orðið opinbert og ég get illa svikið það!

Ég bara verð að fara að breyta tölunni á vigtinni eitthvað smá;-)

En munið – ég er ánægð með að léttast um 20 kg á ári. Það er bara mín leið.

Hæstánægð.

Og ég er hætt í nuddi – fór ekki í dag og ekki á föstudaginn – jamm.

Alveg þangað til næst híhí.

Í þessu bloggi eru allnokkur markmið – tókuð þið eftir því!?!

2 athugasemdir á “Er komið vor?

  1. Já ég tók eftir því, þetta er eitthvað smitandi því ég er full af fögrum fyrirheitum, einmitt sem snúa að mataræði og hreyfingu. Maður er jú að koma undan vetri, dagurinn orðin oggulítið lengri en nóttin. Ég fer meira að segja bráðum að vakna í skímu:-)Sjáumst bráðum í sundi (þegar retró-brúskurinn er tilbúinn, djók, sorrý litla tepra, híhí)

    Líkar við

Færðu inn athugasemd