Föstudagur ummmmm


Ég er svo heppin að það eru til föstudagar. Ég bara elska föstudaga.

Ég er svo heppin að vera í sundfimi. Ég bara elska sundfimi.

Ég er svo heppin að það er bara vika í páskafrí.

Ég er heppin að hafa áttað mig á því að framhaldsnám í kennslu er ekki fyrir mig!

Ég er svo heppin að eiga svo dásamlega systur. (gæti meira að segja sagt dásamlegar systur).

Ég er svo heppin að ég vinn með svo góðu fólki.

Ég er svo heppin að ég kemst í Styrk í dag og ég hlakka svo til að ég er alveg að springa!

Ég er svo heppin að bíllinn minn er alveg tandurhreinn!

Ég er svo heppin að ég gat föndrað, útbúið námsefni og hugsað helling í morgun!

Ég er svo heppin að ég gæti haldið lengi áfram enn!

Svona er ég nú heppin kona.

Færðu inn athugasemd