Ástandsskýrsla

Það að hætta í líkamsrækt hefur ekki gefið sérlega góða raun. -Þess ber þó að geta að ég fór í sundleikfimi í gær þrátt fyrir gríðarlega syfju og vesaldóm.

En sem sagt mér er illt í ristunum, hælunum báðum, í hnésbótunum og mjöðmunum og ég veit ekki hvar og hvar. Þetta hreyfingarleysi mitt sóðan á föstudaginn var hefur því ekki skilað mér neinni alsælu nema síður væri. Spurning er hvort önnur aðgerðarlaus vika myndi gera það. Ég ætla ekki að láta reyna á það að sinni.

Ég keypti mér nýja Asics skó – appelsínugula meira að segja – sumarlega og fína því hinir gömlu eru sprungnir enda ekki nema von ég hef verið í þeim alla daga utan aðfangadag held ég að ég megi segja. Ég fékk mér líka klossa til að reyna að nota hér í skólanum, þeir eru líka býsna mjúkir en ég reikna nú með að Asics og hælsporapúðarnir þurfi að koma nokkuð við sögu einnig.

Ég var að hugsa hvort það væri sundleikfimin sem þreytti mig svona í fótunum því ég hef ekki fundið svona til í þeim áður og ég hef nú verið í 2 mánuði eða svo í sundfiminni. Ég djöflast þar náttúrulega eins og óð manneskja og auðvitað er það álag fyrir fæturnar þó vatnið létti undir? Mér eiginlega létti þegar mér datt það í hug því ég var svo fúl að vera búin að vera í æfingum í heilt ár og finna aldrei til í fótunum fyrir en á 11. mánuði. En auðvitað er þetta bara álag að koma þessum skrokki mínum úr stað.

En hvað um það – ekkert að frétta – allt hið sama. Gott að færa ástandið til bókar við og við þá man ég það frekar og held þessu öllul til haga. 🙂

Færðu inn athugasemd