Jæja nú er ég búin að prófa að vera ekki í ræktinni í 4 daga – sleppa tveimur skiptum sem sagt. Svo er ég búin að bera þessi ,,sinnaskipti“ mín undir ýmsa og fengið mjög einsleit viðbrögð ;-).
Ja að vísu er eins og sumir taki ekki alveg mark á mér en hinum finnst þetta arfavitlaus hugmynd og eru ekki til í að ræða hana á nokkurn hátt. Henni er svona ýtt til hliða með orðum eins og Inga sem fer ekki í heilsuræktina sé ekki nein kona sem þau þekki, eða já það er nú ekki í boði að hætta að hreyfa sig og svona nokkuð!
Mótrþróaþrjóskuröskunin rjátlaðist af mér eftir því sem leið á gærdaginn (en hún stóð nú samt í fjóra daga sem er nú met held ég – nema hvað Baldri finnst ég alltaf vera illa haldin af henni sem ég skil ekki því ég geri bókstaflega allt sem maðurinn segir mér að gera – utan einu sinni!).
En sem sagt Björk og Baldur náðu nú eiginlega í sameiningu að stilla kúrsinn hjá mér – auk mín náttúrulega en ég tel það reyndar mjög mikilvægt að skoða hug sinn vel og íhuga afhverju maður gerir hlutina og ekki síður – hvernig maður geri þá. Nú og ég var sem sagt að því. Og nú er komið nokkuð nýtt plan.
Ég er sko hundleið á því að vera alltaf illt í fótunum en ég ætla að hvíla mig þessa viku nokkuð vel – bara fara í sundleikfimina. Á móti ætla ég að passa mataræðið sérlega vel og borða vel af grænmeti og skyri – skyr er ógeðslega sniðugut megrunafæði ef maður kemur því niður á annað borð!
Ég ætla að kaupa mér nýja skó því dempararnir eru búnir í þeim gömlu og því held ég að mér sé svona illt í ristunum og ökklunum og finn svona fyrir hælsporanum mínum nýja hægra megin! Sá eldri í vinstri hælnum lætur lítið fyrir sér fara flesta daga orðið.
En sem sagt ég ætla bara að vera aum í fótunum áfram því það er eiginlega alveg jafn slæmt að hreyfa sig ekki því seturnar og það helv… er alveg eitur fyrir mig svo ég get allt eins verið heilsufrík eins og sófa og stóladýr.
Ég ætla að reyna nei ég ætla að borða mikið grænmeti og sleppa frönskum og djúpsteiktum mat sem ég hef stundum laumað inn fyrir mínar varir. Hugsa svolítið meira um annars gjörbreytt mataræði.
Svo ætla ég að reyna að vera ánægð með 22 kg mín sem eru farin frá því í endaðan apríl í fyrra. Annað er náttúrulega bara bilun. Ég hef lifað sældarlífi, borða bara flest og hef gaman af. Já í raun hefur líf mitt bara batnað síðasta árið á ýmsan hátt og ég er betur áttuð á sjálfri mér. Ég samt ekkert betri manneskja eða gjörbreytt en svolítið öðruvísi er mér þó sagt ;-). Ég hef svo sem ekki skoðun á því hvernig ég hef breyst. Ég veit þó að ég sit beinni í baki í stólnum við tölvuna. Þvílíkt sem ég er komin með fína bakvöðva til þess að ná því. Svo vagga ég minna í göngulagi – vonandi er hálsinn ekki eins framsettur og því minni ég minna á gæs… Ja ég vona það amk. Baldur vill meina að ég sé rólegri og yfirvegaðri – skil nú ekkert hvað hann hefur fyrir sér í því! Og svo veit ég að ég er ógó sterk – sá það í kassaburðinu hjá Ástu.
Sem sagt áfram með smjörið. Hjól, sund, ganga, Styrkur, og hvað þetta heitir allt. Já og vitið þið hvað – ég þarf að fá mér nýja sundboli – þeir gömlu eru bara eiginlega ekki hægt lengur. Skemmtilegt ekki satt 😉
Og ég ætla að vinna fram á kvöld – og lífið er bara harla gott þrátt fyrir allskonar blankheit og bölmóð inn á milli. Peningamálin reddast fyrr eða síðar, tekur því ekki að vera á bömmer yfir þeim lengi eða ítrekað.
Engu nær um hverjum ég eigi að halda með í Formúlunni – er ekki bara fínt að geta skipt á milli Kimi og McLaren? Jamm held það bara að sinni ;-).
REYNA að vera ánægð?!?!?! Hvað meinarðu REYNA að vera ánægð???? Hvernig er EKKI hægt að vera ánægður með annan eins snilldar árangur?!?! Það er nú bara ekki margir sem geta státað af öðru eins!!!!
Líkar viðLíkar við
Blessuð>Þetta með skyrið,,,,sko það er rosagott ef maður setur bara mikinn sykur og rjóma…þá er það æðislegt, en það er kannski ekki það sem þú ert að leita að hehe
Líkar viðLíkar við
Hæ hæ>eldur en að gera h>Þú hefur breyst mjög mikið!!!! Þú mátt vera stolt og ánægð með árangurinn. Gott að þú ert búin að skipta um skoðun varðandi heilsuræktina. Go girl 🙂>Kv Sigurlín
Líkar viðLíkar við
Eitthvað bull í byrjun>>Sorry, típýsk ég! klúðra hlutunum alveg:(>Kv Sigurlín
Líkar viðLíkar við