Ég var að hjálpa Ástu Björk að pakka áðan – svona rétt til málamynda – skil ekki hvað ég hef verið léleg við að hjálpa henni – fuss og svei. Heyriði þegar ég lagði af stað heim, skall þá ekki á blindhríð og ég mátti bara hafa mig alla við að verða ekki hringlandi ringluð í öllu saman! Úff púss – segi það og skrifa – mars er hundleiðinlegur mánuður veðurfarslega!
Ég er að hugsa ægilega mikið – haldið þið að ég gæti verið eitthvað annað en kennari?
Ef ég myndi ákveða að fara að læra – hvað finnst ykkur þá að ég ætti að læra?
Endilega komið með tillögur 🙂 Er svo mikið að hugsa. Ég held það sé ekki hægt að vera að fá 156 þús útborgaðar það sem eftir er ævinnar….
Neimm held bara ekki, nema þá fyrir hálfsdagsvinnu við símavörslu. Ég myndi sætta mig við það. Ekki viss um að ég myndi vilja vinna við það samt en svona launalega séð meina ég…