Ekki að það sé nokkur skapaður hlutur hversdaglegur við rósir – ekki eina einustu. En tilbreytingaleysi er ekki alltaf hinu illu. Það getur verið býsna kærkomið og full ástæða til þess að umvefja það og njóta.
Ég hef verið að vinna þessa viku – alsæl ef ég fæ að vinna svona eins og þrjá daga í viku 12-13 tíma – það er ekkert sem slær það út 🙂 Engar gleðipillur veraldarinnar.
Ég hef nú á þessum tímapunkti brennt 2300 hitaeiningum þessa vikuna. Ég ætla að mæta á allar æfingar þó svo að það sé fjölskyldugathering á Minni Borgum og svoldið leiðinlegt að þurfa alltaf að rjúka eitthvað í burtu – en Polli leyfir ekkert svindl. Nóg verður vísast um rauðvínið og slíkt þó ekki verði slegið slöku við.
Palli kemur heim í dag blessaður grjónapungurinn :-). -Bara í stutt helgarfrí og svo kemur hann fyrr en varir í páskafrí því það er alveg að koma 🙂 oh yeah.
Sem sagt ekkert að frétta á Bullvöllum.
