Flott tala 🙂
Ég held bara að ég sé að ná einhverri heilsu svei mér þá. Kannski er það bara sólin – eða að ég sef svolítið betur. Sef vel á milli þess sem ég vakna. Vakna t.d. alltaf þegar ég sný mér því hálsinn á mér fylgir ekki alveg með – á alltaf í svolitlu basli með hann greyið.
Ég gerði æfingarnar mínar nýju í gær í salnum og það tókst nú bara bærilega þó ég viti nú ekki alveg hvaða æfingar eru fyrir þetta og hitt 😉 Reyndi að beita líkamsvitundinni og finna það út all by myself – og náttúrulega rifja það upp sem mér var sagt. Gekk ekki alveg en það er þó bót í máli að ég hef hugmynd um að ég hef biceps og triceps 🙂
Já og svo fór ég í Johninn og gerði nokkrum sinnum svona til að æfa mig og átta mig og minnka kvíðahnútinn og það allt saman. Hann reynir gasalega á lærin – á að gera það og ég er aum í hnjánum líka – eða vöðvum og sinum þar í kring líklega. Veitir sem sagt líklega ekki af æfingum sem þessum.
Stefni á að fara sem allra fyrst í dag í styrk svo ég nái að gera eitthvað skemmtilegt.
Svo hef ég nú lært það að maður á ekki að senda tölvupósta undir áhrifum áfengis! Ef ég gæti fengið móral þá væri ég með hann núna. En ég er að verða svo umburðarlynd kona og lífsreynd að ég lít á þetta sem hvert annað hundsbit!
En samt…
Ekki skrifa tölvupósta drukkin elskurnar…