Það er sunnudagsmorgunn

ok – það hljóta að hafa orðið einhver mistök á Stjörnuspárvöllum:

April 9 You will probably have the energy and drive to tackle some very difficult problems and tasks today, Inga. You’re not afraid of a little hard work, and you will find yourself with an incredible amount of energy at your disposal. The people around you, your family in particular, may have a hard time following along. It’s important to be understanding of others!

Sigh

Þetta energy finn ég bara ekki – það örlar ekki einu sinni á því. Mig langar bara til að sofa, lúra og gera ekki neitt og tilhugsunin um eitthvað annað veldur mér bara verulegri vanlíðan og jafnvel kvíða.Úff!

Ég var eitthvað að rausa um það að ég yrði að fá nýjar æfingar í salnum – er búin að vera með þessar sem ég er að gera í hálft ár held ég bara! Jamm fékk þær – og ég kvíði svo fyrir að gera þær að ég er í verulegri krísu! Reyni að hugsa ok þú bara gerir nokkrar – prófar bara – eða eitthvað slíkt en það er nú ekki alveg í mínum anda. Þá reyni ég að hugsa um að ég geri bara þessar gömlu en það er nú hálfgerð uppgjöf. Og ekki vil ég gefast upp!

En það eru efri búks æfingar í dag svo ég slepp við þennan John eða hvað hann heitir – þó ég ætti kannski að prófa nokkum sinnum því það er fámennara í Styrk í dag en á morgun – huhummm…

En það er nú samt gaman að fá nýjar æfingar – það er leiðinlegt að gera alltaf þær sömu ég verð nú að segja það – vissi bara ekki alveg að þær yrðu svona erfiðar… en hinar voru nú ógó erfiðar líka þegar ég fékk þær fyrst – rámar í að ég hafi verið við dauðans dyr til að byrja með…

Ég þyrfti í fullri hreinskilni að taka hér svolítið til en það er nú bara þannig að ég nenni því ekki fyrir mitt litla líf. Já það er líklega hægt að vera latari en góðu hófi gegnir…

Sjáum til hvort ég nái ekki að hrista þetta af mér.

Ég er þó afskaplega ánægð með margt. T.d. er æfingaprógrammið mitt sem ég fer eftir núna aldeilis ágætt. Ég fer á sunnudögum í Styrk og í heitu pottana á eftir. Á mánudögum fer ég í Styrk (og hef fengið nudd og hælsporanálar en það er búið í bili) og svo heim að hvíla mig fyrir löngu dagana mína þrjá. Stundum fer ég samt út í skóla að vinna svolítið. Það er svo gaman að vinna ;-).

Á miðvikudögum er það sundleikfimi rétt fyrir sjö og á föstudögum er það sundfimin góða og Styrkur og nudd (og nú þarf ég að velja hvort ég vilji fara á föstudögum eða mánudögum í nudd… mjög erfitt val…) Á laugardögum er það svo ganga í amk 40 mín – kannski fer ég að lengja það með hækkandi sól og betra göngufæri.

Líklega er best að fara í nudd á mánudögum áður en löngu og erfiðu dagarnir þrír eru – jamm…

Það er foreldradagur á morgun – ég veit nú ekki hvað ég verð lengi fram eftir degi – sem svo aftur skemmir kannski svolítið fyrir mér með Styrkferðina – já það er ekki alltaf auðvelt að halda kúrs – þó það sé vissulega auðveldara í sportinu en mataræðinu.

Ætli ég verði nokkuð léttari á föstudaginn en ég var síðast- vín er víst ekki sérlega megrandi drykkur!

Hafið það gott elskurnar og be good

1 athugasemd á “Það er sunnudagsmorgunn

Færðu inn athugasemd