Eins og ég hef einhvern tímann áður sagt þá leita stjörnfræðingar mig fyrst uppi og skrifa svo um Hrútinn og finna svo út úr dagsspánni hverju sinni. Þetta er bara ekki einleikið ;-):
Your mood is most likely excellent today, Inga, and you will find that you have an added boost of self-confidence that will help you along in just about any project you undertake. While the last couple days may have felt slow and a bit stagnant, today you are ready to take action. The cosmos has just hit the pilot light and now you are ready to take off again.
Ég fór í stundfimina í morgun og það er svo geggjað í henni að það er alveg dásemd. Brenndi 560 kaloríum og náði púlsinum upp í 80% af hámarkspúls sem er nú bara ágætt er mér sagt – en hann var svo sem ekki lengi þar.
Þarf að virkja betur stóru vöðvana og hreyfa mig hraðar – það er þessi hraði sem ég á erfiðast með – úthaldið er ágætt og ég þreytist ekki svo mjög. En þetta er hin ágætasta æfing. Og svo er það Styrkur á eftir, nudd og partý.
Já lífið er gott í dag.