Þetta er náttúrulega alveg að verða makalaust :-).
Svaf í nót – haldið þið að svefnleysið hafi tengst coffeini? Nah varla – heldur verkjum og vanlíðan! Ég er nefnilega ekki svo ægilega illa haldin af því og þó seiðingurinn sé í herðunum og smellir, klikk og brestir í hálsinum við hraðan snúning þá er heilinn farinn að snúast. Og það er nú meiri sælan að eiga heila sem gerir það :-).
Fór í sundleikfimi í morgun og í gærkveldi fann ég að ég hafði magavöðva! Ég er sko farin að finna allt mögulegt. oh yeah…
Verst að vera samsett úr tvennu misvel samanofnu, fitu og vöðvum. Þetta tvennt er einhvern veginn að skilja að skiptum og það hefur ekki alltaf heppilegar útlitslegar afleiðingar – já og ég held ég sé að slappast í húðinni í andlitinu! Og ég sem er ekki einu sinni að eldast 😉
Jamm fæ mér bara botox og fer svo í aðgerð með allt heila klabbið
Yeah right
Tíhíhí
