Allt annað líf ;-)

Held bara haus dag eftir dag og gott ef ég svaf ekki svolítið síðustu nótt líka. Er nú samt alveg búin að vera í dag – segi enn að það sé afskaplega erfitt að kenna frá 8 til 15 og eiga þá allt mögulegt eftir. En sem betur fór var nú ekki kennarafundur í dag svo það gafst betra tóm til að sinna ýmsu svo sem eins og að drekka kaffi og arrensera ýmsum málum. Jamm hefði átt að blessa það meira að hafa látið lite vera síðustu daga! En ekki meira kaffi í dag – sé svo til hvort ég sofi betur í nótt lite laus 😉

Námsmat í fullum gangi og það gengur bara vel þó krökkunum finnist nú nóg um en það er nám líka að taka stöðuna við og við og skila af sér því sem maður veit.

Ég ét sælgæti eins og mér sé borgað fyrir það! Ég verð að hætta þessu brjálæði ekki seinna en strax! Það gengur ekki að vera að skemma svona fyrir sér.

Fór í stutta ferð í Styrk í gær – mjög ánægð með það því það voru miklar annir og ekki mikill tími. Fékk kálfanudd dauðans en á eftir var tilfinningin ekki ósvipuð því að svífa um á bleiku skýi – kannski bara svolítið eins og víma! Hælspora nálar í kjölfarið – ég vona að hællinn sé að batna – það er meira álag á hann núna þar sem ég syndi ekki – Styrkur og göngur valda álagi – en við skulum sjá til.

Blessum það líka að ég er ekki við dauðans dyr af sjálfsmeðaumkun og verkjum :-). Jamm – gerum það!

3 athugasemdir á “Allt annað líf ;-)

  1. Góður Ingveldur.Svo er fólk að tala um að kennarar fari bara heim til sín 12.40 og þá sé vinnan þeirra búin. 🙂 Yeah right.Gangi ykkur vel með námsmatið 🙂 hehe samúð mín er með ykkur.Kveðja Marý

    Líkar við

Færðu inn athugasemd