tölulegar upplýsingar

Ég þarf að missa 15 cm af mittinu til að www.polar.fi telji að ég sé ekki í hættu varðandi fitu um mig miðja og hjartasjúkdóma. Það passar við mína þekkingu á slíku ;-). Ég hef misst nú þegar 14 sm og því verður mér ekki skotaskuld í að missa næstu 15 líka 🙂 Tíhíhí

Polar segir að ég þurfi 3270 kal á dag miðað við æfingarnar mínar.

Þeir segja líka að ég ætti að hafa lést um rúmt kg á síðustu viku miðað við það sem ég æfði – en huhumm – ég held ég hafi borðað heldur meira en til var ætlast – amk hef ég ekki lést svo mikið! Sem er náttúrulega bömmer en það er aðeins of mikið hvort sem er!

Færðu inn athugasemd